01.12.2007 14:03
Desember
Jæja þá er komin Desember það styttist í að sleðatíðin byrji að fullu. Það var akkurat fyrstu helgina í des 2006 sem við fórum í fyrstu reisuna. Annars lítur þetta vel út, það snjóar upp á heiði og flestir búnir að skipta um sleða eða eru að fara gera það, (spurning að drífa sig í því). Það væri nokkuð gaman að taka það saman hvað það eru margir sleðar á Hólmavík núna, það hefur verið svo mikil fjölgun á síðustu mánuðum. Ég set inn myndir sem voru teknar á Steingrímsfjarðarheiði í dag.



Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 463
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 1571
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 65886
Samtals gestir: 7342
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 22:17:44