28.12.2007 17:27
Ein með öllu
Jæja þessi ferð var með öllu sem hægt er að fá í einni ferð.
Prjón,stökk,byltur og 2 köstuðu sér af baki. Siggi Þ tók prufu hring og
Nonni tók hálfan, Smári lét Dragonin kasta sér af baki og Aggi tók
einhverja æfingu sem svo klikkaði í lendingunni. Samt mjög skemmtileg
ferð þar sem við fundum fína stökkpalla og flottar hengjur. Stífan var
þó eitthvað að stríða skyttunni og þurfti hann að hafa sig hægan. Í
heimferðinni náði ég (Aggi) að keyra ofan glompu og við það kastaðist
ég af baki og fór úr Axlarlið. Þannig að mér hefur verið bætt við á
sjúkralistann ásamt Edda, og munum við þurfa sitja eftir með sárt ennið.
Ég set inn myndirnar þegar ég fæ þær.
Ég set inn myndirnar þegar ég fæ þær.

Written by Agga
Today's page views: 656
Today's unique visitors: 12
Yesterday's page views: 2857
Yesterday's unique visitors: 70
Total page views: 124357
Total unique visitors: 11896
Updated numbers: 5.7.2025 09:22:19