30.01.2008 09:37
Helgi framundan
Nei strákar, Monsinn er ekkert að þvælast fyrir. Nú líður að helgi og sé ég á kommentum að menn eru farnir að spá hverjir fara norður og hverjir ekki. Endilega kommentið sem fyrst hvort þið komist eða ekki. Spáin er kannski ekki það besta en hver veit.
Á laugardag og sunnudag:
Norðaustan strekkingur og víða él, en lengst af léttskýjað suðvestantil. Hlýnar smám saman í veðri.
(www.vedur.is)
Svo er það stóra spurningin sem menn hafa verið að velta fyrir sér hér á síðunni síðustu daga, er Aggi búinn að selja, afhverju er hann að selja, á að fá sér eitthvað í staðinn og þá hvað?
Aggi hefur varist allra frétta og hefur ítrekað skellt á síma fulltrúa Strandatröllanna eftir að upp komst að sett hefði verið fram auglýsing á öðrum vef en Strandatröllin ( smella hér ). Heyrst hefur að Aggi sé kominn í bissness og sé stórhuga ( www.aggi.pl )
Komment komment komment...