04.02.2008 18:14
Bö
Já þá er helgin liðin, Þetta var mjög góð helgi fyrir okkur Tröllin. Það var ágætis færi en vantaði uppá snjó. Einnig var skyggnið eitthvað að stríða okkur á Laugardaginn þannig að við komumst ekki uppá Steingrím. Í stað vorum við að leika okkur í kringum Hólmavík. þ.e.a.s uppá vatni og í Kálfanesborgonum. Við fundum reyndar þvílíkt púður uppí Ósdal.
Það var einmitt uppí Ósdal sem menn misstu vitið, þvílíkar æfingar að annað eins hefur bara aldrei sést. Við vorum 5 sem fórum uppeftir á Laugardeginum og ég hef bara aldrei séð sleða fara upp eins bratt barð (hengju). Þetta átti ekki að geta gerst og hvernig Skyttan skyldi komst upp það er eitthvað sem við skiljum ekki. Ég spurði Skyttuna nú samt á Sunnudeginum hvernig honum hafði dottið í hug að brjóta hengjuna svona
Og hann sagði: Ég vildi eiginlega ekkert fara þarna upp, en það var bara eitthvað yfirnáttúrulegt sem leiddi mig upp. Kötturinn öskraði sem aldrei fyrr og ég hékk í stýrinu eins og flagg á fánastöng. Og þegar ég opnaði augun þá var ég kominn upp og kötturinn orðin rólegur.
Enn það var ekki það eina sem gerðist þarna uppfrá því um kvöldið þá var tekið aðeins á því og það var eitthvað sem við hefðum mátt sleppa. Því af 4 sleðum þá voru 3 fastir í fleiri fleiri klukkutíma (eða kannski sólarhringa, man ekki alveg). Þetta byrjaði allt vel enn eitthvert kvef hefur verið í kattar-skyttunnu og hann festi sig hellvíti vel. Það er eins og það er að þegar Nonni sá hvernig komið var fyrir frænda sínum þá bætti hann um. Nýja Dragoninum var keyrt varlega inn í hengju svo allt staðið í botn það var ekki fyrr enn sleðinn stóð á Drullusokknum einum að slakað var á. Til að kóróna það allt þá festi Atli sig.
Ég verð eiginlega að þakka samferðamönnum mínum fyrir þessa ferð og um leið segja frá því að ég held að ég losni aldrei við þessar harðsperrur sem ég er með núna, ég get hvorki labbað né setið og hvað þá borðað.
Það var einmitt uppí Ósdal sem menn misstu vitið, þvílíkar æfingar að annað eins hefur bara aldrei sést. Við vorum 5 sem fórum uppeftir á Laugardeginum og ég hef bara aldrei séð sleða fara upp eins bratt barð (hengju). Þetta átti ekki að geta gerst og hvernig Skyttan skyldi komst upp það er eitthvað sem við skiljum ekki. Ég spurði Skyttuna nú samt á Sunnudeginum hvernig honum hafði dottið í hug að brjóta hengjuna svona
Og hann sagði: Ég vildi eiginlega ekkert fara þarna upp, en það var bara eitthvað yfirnáttúrulegt sem leiddi mig upp. Kötturinn öskraði sem aldrei fyrr og ég hékk í stýrinu eins og flagg á fánastöng. Og þegar ég opnaði augun þá var ég kominn upp og kötturinn orðin rólegur.
Enn það var ekki það eina sem gerðist þarna uppfrá því um kvöldið þá var tekið aðeins á því og það var eitthvað sem við hefðum mátt sleppa. Því af 4 sleðum þá voru 3 fastir í fleiri fleiri klukkutíma (eða kannski sólarhringa, man ekki alveg). Þetta byrjaði allt vel enn eitthvert kvef hefur verið í kattar-skyttunnu og hann festi sig hellvíti vel. Það er eins og það er að þegar Nonni sá hvernig komið var fyrir frænda sínum þá bætti hann um. Nýja Dragoninum var keyrt varlega inn í hengju svo allt staðið í botn það var ekki fyrr enn sleðinn stóð á Drullusokknum einum að slakað var á. Til að kóróna það allt þá festi Atli sig.
Ég verð eiginlega að þakka samferðamönnum mínum fyrir þessa ferð og um leið segja frá því að ég held að ég losni aldrei við þessar harðsperrur sem ég er með núna, ég get hvorki labbað né setið og hvað þá borðað.
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44