24.02.2008 22:01
Ferðasaga frá RVK
Sælir, þar sem Norðanmenninir hafa ekki náð að æla útúr sér ferðasögu þá skal ég deila minni. Ég fór nefnilega smá túr hérna fyrir sunnan.
Sunnudagstúr að Skjaldbreið og um Hlöðuvelli Við lögðum af stað um kl 11 og brunuðum beint uppá Hellisheiði en þar var ekki nægur snjór þannig að við köstuðum okkur yfir á Þingvelli. Tókum sleðana af kerrunni hjá einhverjum afleggjara þar sem voru svona sirka 30 aðrir bílar með sleðakerrur. Því næst lá leiðin upp að vörðunni Bragabót sem er í Gjábakkahrauni (upp af Lyngdalsheiðinni). (Við vorum tveir þarna í smá tíma þ.e.a.s ég Aggi og vinnufélagi minn Villi, ég var náttúrulega á Köttinum, en hann Villi var á Ski-Doo MXZ 800 "Blair Morgan,,) Eftir nokkrar mínútur varð allt fullt af sleðum þarna, alveg frá 80 módel af Ski-Doo uppí glænýja sleða. Það eru nokkuð skemmtilegar brekkur þarna en hefði mátt vera betra færi. Ég held samt að hápunkturinn á ferðinni hafi verið að sjá björgunarsveitar snjóbíl pompa ofan í vök, það var nefnilega nokkuð skondið að sjá þá spila sig uppúr vökinni (miklar æfingar en allt fór vel held ég). Ég er ekki alveg að fatta hvað við erum að kvarta um að við þurfum að keyra langt til að komast á sleða þ.e.a.s uppá Steingrím, því ef maður ætlar að skella sér á sleða hér í RVK þá þarf maður að keyra í 45 mín. OG HANANÚ
Sunnudagstúr að Skjaldbreið og um Hlöðuvelli Við lögðum af stað um kl 11 og brunuðum beint uppá Hellisheiði en þar var ekki nægur snjór þannig að við köstuðum okkur yfir á Þingvelli. Tókum sleðana af kerrunni hjá einhverjum afleggjara þar sem voru svona sirka 30 aðrir bílar með sleðakerrur. Því næst lá leiðin upp að vörðunni Bragabót sem er í Gjábakkahrauni (upp af Lyngdalsheiðinni). (Við vorum tveir þarna í smá tíma þ.e.a.s ég Aggi og vinnufélagi minn Villi, ég var náttúrulega á Köttinum, en hann Villi var á Ski-Doo MXZ 800 "Blair Morgan,,) Eftir nokkrar mínútur varð allt fullt af sleðum þarna, alveg frá 80 módel af Ski-Doo uppí glænýja sleða. Það eru nokkuð skemmtilegar brekkur þarna en hefði mátt vera betra færi. Ég held samt að hápunkturinn á ferðinni hafi verið að sjá björgunarsveitar snjóbíl pompa ofan í vök, það var nefnilega nokkuð skondið að sjá þá spila sig uppúr vökinni (miklar æfingar en allt fór vel held ég). Ég er ekki alveg að fatta hvað við erum að kvarta um að við þurfum að keyra langt til að komast á sleða þ.e.a.s uppá Steingrím, því ef maður ætlar að skella sér á sleða hér í RVK þá þarf maður að keyra í 45 mín. OG HANANÚ
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44