Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 537
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 63954
Samtals gestir: 7182
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 03:32:25
clockhere

Tenglar

10.03.2008 17:56

Ljósufjöll - pistill

Tröllin mættu á Snæfellsnesið um helgina til að láta ljós sitt skína. Menn fóru mis snemma af stað á föstudeginum, Golli og Siggi Þór lögðu af stað úr bænum klukkan 8 um morguninn, enda þurftu bæði þeir og Þröstur að keyra alla leið norður til að sækja sleðana og svo vestur að Saurum. Murphy var enn í jólafríi og því lítið annan hjá honum en að eyða síðastliðinni viku í að undirbúa sig fyrir helgina. Golli og Siggi Þór vorum mættir til Joð um sex leitið, Skyttan um kvöldmatarleytið, undirritaður um tíuleitið (eftir smá útsýnistúr í Hólminn) og Þröstur mætti á miðnætti. Menn eyddu kvöldinu í að skola niður ferðarykinu með nokkrum ísköldum og kennslumyndböndum, það sagði Golli!!! Klukkan eitt þótti mönnum kominn tími á svefn og var því rennt niður í Skjöld, félagsheimilið í sveitinni sem var heimili okkar Þrastar, Golla og Sigga Þórs um helgina. Þegar þangað var komið þá var annað hljóð í mönnum og því renndum við fjórmenningarnir okkur í Hólminn til að kíkja á pöbbana, Narfeyjarstofa varð fyrir valinu (enda ekkert annað opið). Þegar þangað kom var lifandi tónlist og þriggja manna partý. Gríðargóð stemmning eftir að við mættum á svæðið og ekki var verra að tvöfaldur Martini í klaka kostaði 500 kall. (Smá ábending til Sigga Þórs; þegar við sögðumst hafa ætlað að bragðbæta drykkinn hjá þér þá var það ekkert "að ætla" heldur "að gera" og var Þröstur rétt búinn að veiða lummuna upp úr glasinu þegar þú komst inn :) Renndum heim í koju þegar pöbbinn lokaði.

Mannskapurinn vaknaði um tíu á laugardagsmorgninum, brunaði í Hólminn til að kaupa benzol og svo var lagt af stað upp að Skarði. Þegar þangað var komið var nokkuð ljóst að við myndum ekki koma heima með mikið af myndum af náttúrufegurðinni en annað átti eftir að koma í ljós. Auk Tröllanna voru nokkrir heimamenn, Gunnar Ásgeir á Polaris RMK 800, Daníel á Polaris RMK 800, Steinar á Polaris 440, Þórður á Polaris Dragon 166" og ??? á Polaris XC 800.
Golli var greinilega uppveðraður eftir að hafa horft á myndböndin kvöldið áður, aðrar eins flugferðir höfum við ekki séð í vetur. Eitthvað held ég að líka að samanburðurinn við heimamanninn Gunnar Ásgeir hafi átt sinn þátt í þessu. Stór og mikil stökk sem tóku að lokum sinn toll af afturdempurunum. Seinnitímavandamál.

Skyggnið var ágætt meðan við vorum ekki að klifra beint upp á topp og því héldum við okkur niðri til að byrja með þreyfingum og brekkuleit. Eftir þó nokkurn akstur fram og til baka, upp á Ljósufjöllin, niður aftur og yfir á Vatnaleiðina og til baka. Kíktum þvi niður að Skarði til að taka létt kaffi. Þar bættust svo við bræðurnir Sævar og Hafþór, aka tourguides , báðri óku þeir á Polaris RMK 900 sleðum en gera það varla mikið meira eftir þennan dag. Við vorum rétt komnir inn að skíðaskálabrekkunni þegar annar bróðirinn kláraði reimina, var bara ánægður með að hafa komist 300 km á þessari reim. Stuttu síðar vorum við búnir að missa Gunnar Ásgeir út með brotna skíðisstífu (leiðréttið mig ef þetta heitir eitthvað annað) og átti Daníel eftir að lenda í sömu bilun á hinum rauða RMK-inum. Eftir að hafa fengið leiðsögn um fjöllin og dáðst að útsýninu í þokunni í nokkurn tíma fór að rofa til og við héldum þvi áfram í áttina að betra skyggni. Loks vorum við farnir að sjá hvert við stefndum og menn gáfu sér lausan tauminn með að tæta í brekkurnar og nóg var af þeim, það verður ekki af þeim tekið. Klukkan farin að ganga sex þegar valið stóð á milli þess að halda áfram á síðustu dropunum eða renna eftir meira benzol og taka annan rúnt um fjöllin. Vissulega var seinni kosturinn valinn og því lá leið okkar niður af fjalli og beina leið inn á Stykkishólm. Á leiðinni aftur upp í Skarð fór svo gírinn hjá hinum bróðurnum og þurfti að skilja þann sleða eftir á staðnum. Í fyrsta skipti sem undirritaður sá ?hlaup í dós?. Áfram var brunað og tekin góð keyrsla í gegnum Skarðið og upp í Ljósufjöllin. Fljótlega fór að skyggja enda komið vel inn í kvöldmatartíma. Áfram héldum við að krúsa, skoða fjalladýrðina og vissulega voru brekkurnar prófaðar hver á fætur annari. Á niðurleiðinni lenti einn heimamaðurinn í nokkrum ógöngum, Summi kokkur á Fimm Fiskum hafði bæst í hópinn á Lynx 800. Við vorum að fara niður nokkuð bratta brekku þegar hann byrjar að renna og á endanum rann hann yfir grjót, hann í loft upp og fór á höndunum yfir sleðann og lendir á bakinu á húddinu á sleðanum. Sleðinn tók svo byltu og húddið tók af. Eftir að Summi hafði náð sér var húddið benslað aftur á og lagt af stað. Lynxinn gat reyndar illa tekið vinstri beygju, enda Hólmarar ákaflega hægri sinnaðir. Raunum Summa var alls ekki lokið. Þegar við vorum komnir niður á veg var tekið beint stím inn að Saurum, Summi átti í mestu vandræðum með að halda sleðanum á veginum sem endaði með að sleðinn tók góðan hægri sveig og slædaði á vinstri hliðina út af veginum, út í kant og kastaði ökumanninum af ásamt því að taka eina byltu. Þar með var Summi búinn að fá nóg og lét sækja sig þaðan.

Heimkoma að Saurum var svo um hálf tíu og þá tók við eldamennska. Skyttan var reyndar varla stigin af sleðanum þegar hann var búinn að troða sig fulla af kótilettum. Við bræður vorum þeir einu sem höfðu komið með kjöt á grillið en vegna mikils vilja til að lifa lengur var ákveðið að notast ekki við grillið hjá Joð, við erum enn að leita að augnhárunum á Golla. Stjáni og Gunna veittu okkur því leyfi til að nota grillið sitt og var því steikinni torgað í seinna lagi eða um ellefu.
Þegar allir voru búnir að borða og sturta sig var komin nokkur deyfð á mannskapinn, Skyttan hvarf fyrir miðnætti og Murphy beið spenntur eftir því að sofna yfir Inguló á grænum sjó. Við fjórmenningarnir á Skildi renndum því niður í félagsheimilið en á leiðinni magnaðist spennan í mannskapnum og var því ákveðið að smella sér á ball á Fimm Fiskum þar sem Eiríkur, úr Idol, og félagar léku fyrir dansi. Óhætt er að segja að það var nettur sveitafílingur á þessu, lítill kofi troðinn af fólki að syngja ?laður ? bandbrjálaður?. Ballið gekk vel en Golla gekk hins vegar ekki eins vel að kveikja á íþróttablysi eftir að balli var búið, einn heimamaðurinn var ekki að leyfa það sem endaði með því að Golli var rifinn í götuna og á endanum skallaður í kinnina. Skyrturnar hjá Golla og Sigga Þór biðu þess ekki bætur. Meðan allt var að róast sáum við Pattann hans Sigga Þórs renna í burtu, einhver ákveðin kona ákvað að prófa gripinn þar sem hann stóð í gangi,  þar sem undirritaður var önnum kafinn við að passa upp á samferðamennina. Konan skilaði þó bílnum aftur nokkrum mínútum seinna en sagði að hún væri ekki ánægð með aksturseiginleikana. Þegar við vorum að fara leggja af stað heim á leið segist Þröstur vera búinn að redda okkur partíi, við beygðum því inn að einhverju raðhúsi þar sem Golli og Siggi Þór smelltu sér í pottinn ásamt nokkrum partígestum. Golli hélt að hann væri kominn í góðgætið en á endanum er það ekki vænlegt til ávinnings að reyna við vinkonu hækjunnar sem þú varst að nudda í sl. sumar. Áfram Golli. Eftir partíið var svo þrusað á Skjöld og beint í koju um sexleitið

Á sunnudeginum var ekkert skyggni til að fara á sleða auk þess sem partídýrin áttu ákaflega erfitt með að vakna. Upp úr þrjú var mannskapurinn búinn að gera sig til og reiðubúinn til heimferðar.

Takk fyrir góða helgi og næst eru það páskarnir á Ströndum.

Kveðja,   Ljósmyndarinn

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 537
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 63954
Samtals gestir: 7182
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 03:32:25
eXTReMe Tracker