21.04.2008 21:30
Helgin 18-20 apr
Jæja þá er helgin búinn. Þá bíður maður bara eftir næstu helgi.
Það voru samt ekki margir á Hólmavík þannig að þetta skiptist í nokkra litla hópa, og það var allur gangur á því hvenar menn fóru og hvert þeir fóru. En veðrið heima var alveg klikkað alla helgina, það var reyndar of heitt. Það var svo heitt að við þurftum að vera berir að ofan á sleðunum, það var einkar sexy.
Toppurinn á helgina var án efa að fylgjast með Vidda á læðunni sinni (Artic Cat Cheetah árg 86). Tvíeykið fór nefnilega í tvær ferðar um helgina, reyndar mislangar. Fyrri ferðin var svona sirka 40 cm, Hann náði að bakka úr kerrunni og keyra svo aftur uppí kerruna "klikkuð ferð þar,, Seinni ferðinn var reyndar nokkuð góð enda búið að gera við læðuna áður en það var haldið á fjöll.
Reisan byrjaði hjá flugvellinum og eftir 4 tilraunir sáum við að það yrði að fara einhverjar krókaleiðir til að komast upp. Til allra lukku þá gátum við notað "innsogspumputakkan,, á læðunni (reyndar vill Viddi meina að þetta sé Nítró) en allavegana með þessum innsogsnítrotakka tók sleðinn þetta gríðarlega kick áfram og gjörsamlega flaug upp kálfanesið, ég get sagt ykkur að ég hef bara aldrei séð neitt fara svona hratt og þar sem Viddi var á leið upp í loftköstum keyrði hann á þúfu og við þann árekstur sveif læðan með Vidda á bakinu upp eins og eldflaug frá NASA á leið út í geim.
Þetta var án efa hæðsta stökk sem Vélsleði hefur stokkið fyrr og miklu síðar, og til að sanna fyrir ykkur hve hátt þetta stökk var, þá náði Viddi að taka mynd með símanum sínum. ALVEG ÓTRÚLEGT

Oki smá ýkjur hann komst næstum því uppá topp. Það vantaði 3 1/2 metra uppá topp þegar læðan byrjaði að kúgast. Þetta er samt allt að koma
Það voru samt ekki margir á Hólmavík þannig að þetta skiptist í nokkra litla hópa, og það var allur gangur á því hvenar menn fóru og hvert þeir fóru. En veðrið heima var alveg klikkað alla helgina, það var reyndar of heitt. Það var svo heitt að við þurftum að vera berir að ofan á sleðunum, það var einkar sexy.
Toppurinn á helgina var án efa að fylgjast með Vidda á læðunni sinni (Artic Cat Cheetah árg 86). Tvíeykið fór nefnilega í tvær ferðar um helgina, reyndar mislangar. Fyrri ferðin var svona sirka 40 cm, Hann náði að bakka úr kerrunni og keyra svo aftur uppí kerruna "klikkuð ferð þar,, Seinni ferðinn var reyndar nokkuð góð enda búið að gera við læðuna áður en það var haldið á fjöll.
Reisan byrjaði hjá flugvellinum og eftir 4 tilraunir sáum við að það yrði að fara einhverjar krókaleiðir til að komast upp. Til allra lukku þá gátum við notað "innsogspumputakkan,, á læðunni (reyndar vill Viddi meina að þetta sé Nítró) en allavegana með þessum innsogsnítrotakka tók sleðinn þetta gríðarlega kick áfram og gjörsamlega flaug upp kálfanesið, ég get sagt ykkur að ég hef bara aldrei séð neitt fara svona hratt og þar sem Viddi var á leið upp í loftköstum keyrði hann á þúfu og við þann árekstur sveif læðan með Vidda á bakinu upp eins og eldflaug frá NASA á leið út í geim.
Þetta var án efa hæðsta stökk sem Vélsleði hefur stokkið fyrr og miklu síðar, og til að sanna fyrir ykkur hve hátt þetta stökk var, þá náði Viddi að taka mynd með símanum sínum. ALVEG ÓTRÚLEGT
Oki smá ýkjur hann komst næstum því uppá topp. Það vantaði 3 1/2 metra uppá topp þegar læðan byrjaði að kúgast. Þetta er samt allt að koma
Written by Agga
Today's page views: 735
Today's unique visitors: 46
Yesterday's page views: 537
Yesterday's unique visitors: 51
Total page views: 64587
Total unique visitors: 7223
Updated numbers: 4.4.2025 20:19:40