Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46
clockhere

Tenglar

27.05.2008 18:44

Allt að verða komið

Þá er helgin búin og heppnaðist hún nokkuð vel,

Við vorum fjórir sem fórum uppá Steingrím á laugardeginum (Aggi,Eddi,Elli,Nonni)

Um 10 leytið var farið af stað og það var ágætt færi þar uppfrá nema, það er búið að taka þónokkurn snjó á heiðinni. Við tókum ágætan hring og vorum búnir að keyra í svona 20 mín þegar Dragoninn hans Nonna fékk eitthvert hóstakast, Það var ekki vitað hvað fór í vélinni en þar lauk hans þáttöku í þessum túr. Enn í stað þess að fara heim þá var RÁÐIST á vötnin sem voru farin að sjást um alla heiðina.
Það voru ýmis tilþryf tekin og tekið verulega á því, (Ég vona að Nonni fari nú að henda myndböndunum og myndunum inná síðuna).

En eftir góða stund og miklar fleytingar náði Elli að toppa okkur alla með þessari svaka fleytu, sem endaði reyndar þannig að sleðinn var hálfur á kafi,  Án efa með þeim flottari fleytingum sem ég hef séð og alveg ótrúlegt að sleðin hafi komist yfir á bakkann án þess að fara allur ofaní. Gef honum 9 1/2 kött í einkun fyrir þetta.

En þarna fannst okkur nóg búið að gerast á þeim þremur tímum sem við vorum þarna uppfrá og því var haldið niður á Café Riis að undirbúa Slúttið sem haldið var þar um Kvöldið.


Slúttið: Heppnaðist mjög vel og viljum við þakka þeim á Riis fyrir frábæran mat  ( Hann fær einnig 9 1/2 kött í einkun). Það eins sem var ekki nógu gott við Slúttið var að það voru ALLT of fáir á því, það mættu aðeins 8 af 19 meðlimum. pifffff Skammist ykkar. Enn á slúttinu voru afhent verðlaun fyrir "Bestu Tilþryfin,, Og "Myndatökumaður  Vetrarins,,. Það fór fram Netkosning skömmu fyrir helgina og einnig var kosið um þetta á Slúttinu sjálfu. Til verðlauna unnu þeir Golli og Nonni á Berginu, (Þið fattið hvor vann hvað).

Ég hendi hér inn mynd sem ég fæ lánað frá honum Nonna. Annars er hægt að sjá fleiri myndir af Slúttinu hér http://album.123.is/?aid=98448  (Hjá Nonna)

Ath: Þessi mynd er tekin af skjávarpa á Slúttinu og hún er af Ella í sundæfingu á Steingrími fyrr um dagin.

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46
eXTReMe Tracker