20.10.2008 21:38
Fundur
Jæja þá er það smá yfirlit um Fundinn sem haldinn var laugardaginn 18 okt.
Nr.1 Það var ákveðið að taka upp árgjald í klúbbinn.
(Það virðast allir vera sammála um að það sé rétt að taka upp árgjald í klúbbinn, árgjaldið væri notað í að gera eitthvað saman eins og t,d Lokahóf, Grillveislu uppá Steingrími, Og niðurgreiða ýmislegt sem við gerum saman. Einnig var það samþykkt að hafa gjaldið 4500 kr og mun hluti af þessari upphæð fara í að borga fyrir síðuna.)
Nr.2 Peysu mál voru rædd og það var ákveðið að reyna fá styrktaraðila á peysunar til að mæta kostnaði. Það var ákveðið að tala við þrjú fyrirtæki og höfum við nú þegar fengið jákvætt svar frá einu þeirra. Í styrkjunum felst auglýsing á peysunum og tengiliður af Trölla síðunni inná síður fyrirtækjana (Það verður seinna sagt hvaða fyrirtæki við erum að tala við)
Nr.3 Einnig er stefnt af því að hafa Snokrosskeppni í vor á Hólmavík. En það skýrist betur seinna í vetur.
Nr.4 Það kom einnig upp sú hugmynd af hafa "Óvissusleðaferð" í vetur. (Hún myndi verða einhvern vegin þannig að við Tröllin myndum bjóða öðru sleðafólki í einhverja ferð um slóðir þar sem við þekkjum vel til. Það eina sem fólk fengi að vita er hvað það tekur með sér.) Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða betur, (Ég veit að það eru nokkrir í klúbbnum sem vita nú þegar um góða staði til að fara á)
Þetta var það helsta sem ákveðið var en það eru enn nokkur atriði sem við ræðum saman þegar hópurinn kemur saman..
Endilega komiði með komment um það sem ykkur finnst. Og ef þið eruð með einhverjar aðrar hugmyndir sem komu ekki fram á Þessum fundi þá, endilega deiliði þeim.
Nr.1 Það var ákveðið að taka upp árgjald í klúbbinn.
(Það virðast allir vera sammála um að það sé rétt að taka upp árgjald í klúbbinn, árgjaldið væri notað í að gera eitthvað saman eins og t,d Lokahóf, Grillveislu uppá Steingrími, Og niðurgreiða ýmislegt sem við gerum saman. Einnig var það samþykkt að hafa gjaldið 4500 kr og mun hluti af þessari upphæð fara í að borga fyrir síðuna.)
Nr.2 Peysu mál voru rædd og það var ákveðið að reyna fá styrktaraðila á peysunar til að mæta kostnaði. Það var ákveðið að tala við þrjú fyrirtæki og höfum við nú þegar fengið jákvætt svar frá einu þeirra. Í styrkjunum felst auglýsing á peysunum og tengiliður af Trölla síðunni inná síður fyrirtækjana (Það verður seinna sagt hvaða fyrirtæki við erum að tala við)
Nr.3 Einnig er stefnt af því að hafa Snokrosskeppni í vor á Hólmavík. En það skýrist betur seinna í vetur.
Nr.4 Það kom einnig upp sú hugmynd af hafa "Óvissusleðaferð" í vetur. (Hún myndi verða einhvern vegin þannig að við Tröllin myndum bjóða öðru sleðafólki í einhverja ferð um slóðir þar sem við þekkjum vel til. Það eina sem fólk fengi að vita er hvað það tekur með sér.) Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða betur, (Ég veit að það eru nokkrir í klúbbnum sem vita nú þegar um góða staði til að fara á)
Þetta var það helsta sem ákveðið var en það eru enn nokkur atriði sem við ræðum saman þegar hópurinn kemur saman..
Endilega komiði með komment um það sem ykkur finnst. Og ef þið eruð með einhverjar aðrar hugmyndir sem komu ekki fram á Þessum fundi þá, endilega deiliði þeim.
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44