09.11.2008 18:00
Jakkinn
Þá er það komið á hreint.
Þetta er jakkinn sem við ætlum að kaupa. Þetta er KTM-Racing Jakki og hann er stífur og mjog hlýr, einnig pokast hann ekkert hvorki að framan né að aftan þegar maður sest.ss (aðsniðinn)
Við erum búnir að semja við Strandagaldur (Galdrasafnið á Hólmavík) ,Drang á Drangsnesi Og Storm (Polaris umboðið) um að kaupa auglýsingu af okkur. Í því felst að við munum setja merki þeirra (Logo) á jakkana og einnig setja tengil af Tröllunum yfir á þeirra heimasíðu. Viljum við hér með þakka þeim fyrir þennan stuðning því án þeirra hefði þetta verið erfitt.
Ég (Aggi) er með jakka hérna hjá mér til að máta. ég vona að sem flestir geti komið og mátað sem fyrst, þannig að við getum gengið frá þessu.
Written by Aggi
Today's page views: 500
Today's unique visitors: 12
Yesterday's page views: 2913
Yesterday's unique visitors: 17
Total page views: 202228
Total unique visitors: 15807
Updated numbers: 21.10.2025 17:23:36