23.01.2009 20:34
POLARIS FERÐIN
Storm sveitin fer á stað
Ljósufjöll á Snæfelssnesi. Helgina 27.feb-1. mars 2009.
Gist verður í félagsheimilinu Skjöldur. Sem er rétt fyrir utan Stykkishólm. Ca 7km.
Mæting þar á föstudagskvöldi.
Ef snjóalög leifa þá er hægt að taka sleðana af, þar á planinu. Annars er ca 10mín akstur á bíl frá Skyldi uppí Kerlingarskarð.
Farið verður um svæðið á laugardag og sunnudag, undir tryggri leiðsögn heima manna sem gjör þekkja hverja þúfu og geta sagt okkur sögur af tröllum og álfum sem þar búa.
Hver og einn sér um sinn kost, matur, drykkur og bensín. En það verður grill á staðnum sem við kveikjum upp í á laugardagskvöldið.
Verð á gistingu er 1000kr nóttin á mannin Eldunaraaðstaða er á staðnum
Vinsamlegast skráið ykkur, sem fyrst. Sendið skráningu á email gunnar@stormur.is
Takið fram fjölda og símanúmer. Fjöldi þáttakenda verður takmarkaður.
Storm Sveitin.