30.01.2009 19:12
Púður,Púður,Púður----------------Púður,Púður,Púður
Við Murphy (Eddi) fórum í dag uppá Gríminn, því að okkur læddist sá grunur að þar væri að finna púður, eftir miklar vangaveltur um hvernig við ættum að komast uppeftir þá komumst við að niðurstöðu. Jú Eddi vildi fara með sjó, en ég vildi fara með landi, að lokum varð mín hugmynd ofar Edda.
En þar sem það var komið á hreint þá var kastað uppá hlutverk í þessum svaka leiðangri. Ég fékk það hlutverk að fylgjast með úrkomu og Murphy að festa á filmu. (bara til að sanna að við hefðum komist fyrstir þennan dag uppá Gríminn). Hér eftir skulum við kalla mig (Aggi) úrkomumaður M og Edda (AKA Murphy) myndatökumaður M.
Eins og flestir leiðangrar hjá okkur myndatökumanni M þá byrjar hann á heitri bjúgu í Verslunarskiptafélaginu sem þið þekkið betur sem "Sjoppan". Og var bjúgunni skolað niður með köldu sykurvatni, en rétt áður en ég var búin með síðasta bjúgubitann brunaði myndatökumaður M framhjá "Sjoppunni" líkt og hann væri að reyna komast undan mér uppá Gríminn.
Án þess að hugsa kastaði ég afgangnum af bjúgunni í vasan og hljóp uppí vagn og barði hestana af stað, Þvílíkt og annað eins, lætin í nýja vagninum hans myndatökumanns M voru svakaleg. (Nýji vagninn er hálf yfirbyggð einssleða kerra sem er að hluta til klædd og gengur undir nafninu "líkvagninn")
Þessi kyngimagnaði eltingarleikur gekk áfram þangað til við vorum komnir upp að Hólum en þá mættum við einum illræmdasta götuskrapara sunnan Hornbjargs (Hinn Illræmdi Götuskrapari er Þórður "Ninni")
Við það þyrlaðist snjóryk í augun á hrossunum hans M.M (Hrossin hans heita Polli og Dragó) eitthvað klikkaði við það því hægðist verulega á þeim. Jú mínir folar voru farnir að slaka á því einir 15.000 metrar að baki. En þá mundi ég skyndilega eftir bjúgubitanum í vasanum mínum, ég dróg hann upp og skipti á milli folana minna ( þeim Arctic´s og Cat´s). Eftir það fengu þeir þetta þvílíka orkuskot og þeyttist ég fram hjá hóstandi hrossunum hans M.M
En ekki dugði það forskot lengi því þegar einungis voru einir 37,4 metrar uppá topp á Grím snarneituðu folarnir mínir að fara lengra enda höfðu ekki fengið sinn lögbundna kaffitíma.
Ég gat bara ekki gefist upp svo auðveldlega, ég hoppaði því úr vagninum og tók til fótanna, en ég var ekki búin að taka nema 7 skref þegar M.M og líkvagninn skutust fram hjá mér, en eitthvað var M.M orðin æstur því hraðinn var það mikill að beislið af líkvagninum slitnaði frá Pollanum og Dragóinum.
Ekki er að spyrja, því M.M svoleiðis kastaðist úr líkvagninum og lenti á mér. Næsta sem ég man var þegar ég lyfti hausnum uppúr snjónum og sá þar M.M liggja mér við hlið rænulausan. Ég hrissti M.M og í sameiningu ákváðum við að við skyldum labba þessa 3 metra saman uppá topp.
Þegar við komum á toppinn sáum við það sem okkur hefði aldrei grunað. Einhver hefði verið undan okkur því þar uppfrá var þegar (Sjálfrennireið) með kerru aftaní.
Hellvítis Fokking Fokk.
Nei oki við fórum og það var þvílíkt púður uppá heiði. 30 cm púður yfir öllu og Norðdalurinn er orðin alveg klár. Þvílíkt færi
p.s Í öllum æsingnum gleymdi M.M því að myndavélin hans var nærri rafmagnslaus og því voru ekki teknar eins margar myndir og við hefðum viljað en einhverjar þó og koma þær inn á eftir.
Úrkomumaður M.

Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46