10.02.2009 17:38
Skyttan er mætt
JJJÁÁÁ
Skyttan er mætt, eða The Shooter is back, eða das gewehrschútze ist vorliegen
Þetta var okkur Óla sagt þegar við vorum að leggja af stað í ferð okkar þriggja Norður.
Elli labbaði upp að mér uppá Grímnum og sagði mér "Das gewehrschútze ist vorliegen".
Þvílíkur urrandi talsmáti, ég hef bara aldrei heyrt annað eins. Ég þorði ekki annað en að loka glerinu á hjálmi mínum og botna í burtu. Það hafði enga þýðingu því Skyttan er nýkominn úr langri legu (þ.e.a.s. Kötturinn hefur verið að stríða honum). En eins og ég sagði var ég á 100+ þegar Skyttan brunaði fram úr mér. Vegna þrjósku reyndi ég að elta en það gekk ekki því hann var of graður á gjöfinni, og eftir 4 og 1/2 tíma rall lenti ég í því að sleðinn var farin að segja STOPP (Þótt ég átti nóg eftir, en tölum um það seinna) demparinn á Kettinum mínum gafst upp og ég varð að játa mig sigraðan.
Ég dró því skottið á milli lappanna og skundaði heim. Þegar heim var komið fletti ég því sem Elli hafði fyrr um daginn sagt mér og það var þetta.
Riffilskyttan er mætt.
Fokk.

Myndir inní Albúmi
Written by Agga
Today's page views: 302
Today's unique visitors: 87
Yesterday's page views: 30
Yesterday's unique visitors: 6
Total page views: 95254
Total unique visitors: 9677
Updated numbers: 19.5.2025 20:39:49