Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44
clockhere

Tenglar

05.04.2009 09:52

Bongóblíða


Fórum í ferð í gær, Veigar, Elli og Eddi
Lögðum af stað um 10 leytið og fórum upp hjá Bólstað og keyrðum þaðan í frekar öldóttu færi uppá Hrollleifsborg, það var smá þokuglæðingur á jöklinum en allveg bongóblíða niður við firði, skelltum okkur niður í Reykjarfjöðinn nyrðri gæddum okkur á nesti og skelltum okkur í pottinn og sund.
Svo var ferðinni heitið uppúr firðinum þar sem Eddi lenti í veseni með aftari kúplingu sem á endanum var vegna þess að reim hjá honum fór í döðlur tveim dögum fyrr og var smá afgangur á henni inní kúplingunni, tókum hana í sundur og hreinsuðum og svo var bara keyrt af stað.
Þræddum firðina frá Reykjarfirði að  Djúpavík í flottu færi og með smá leik í hinum og þessum brekkum, Veigari tókst að setja Dragoninn á hvolf í góðum hliðarhalla en var ekki meint af hann er greinilega orðinn eitthvað valtur kallinn.
Skyttan keyrði svo ofan í lækjarsprænu í Reykjafirði rétt við Djúpavík og tapaði nokkrum töppum úr rúðunni hjá sér, en honum var ekki meint af skellinum, undirritaður fór að spá í hvort skyttan héldi að hann væri orðinn að súperman því hann var þannig í loftinu þegar skellurinn kom en sem betur fer þá var þetta ekkert sem smá kaffi og konfekt hjá Evu í Djúpavík lagaði ekki.
Þökkum kærlega fyrir kaffið Það var gott.
Svo settumst við á bak og brunuðum yfir trékyllisheiði í átt að Bólstað og vorum komnir heim um 21:00 og 200 kílómetrar að baki og frábær dagur. Takk fyrir góðann dag og þetta verðum við að endurtaka um páskana og fá góðann hóp með.

Henti öllum myndunum sem voru teknar inn og á eftir að setja nokkur myndbönd

Kv. Veigar
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44
eXTReMe Tracker