28.04.2009 16:19
Ótitlað
Tröllaslúttið
Þá eru línur farnar að skýrast varðandi slúttið. Eins og áður var sagt þá verður slúttið á Café Riis, niðri Pakkhúsinu og Bára kokkar fyrir okkur Lambakjöt með öllu. (Getur ekki klikkað)Verð á mann verður aðeins 3500 kr.- sem er alveg frábært verð.
Ef menn eru að spá í hvað verður gert þá verður það í megin dráttum svona. Matur-Verðlaun-Tröllamyndin-Eurovision-Leynisönggestur-Ball.
Menn verða að skrá sig fyrir 4 maí og vera búnir að borga fyrir 8 maí. Ástæðan fyrir því er að í fyrra voru slatti af mönnum sem bókuðu sig en mættu svo ekki, það kom okkur í frekar leiðinlega stöðu og viljum við með þessu koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.
Við hvetjum því alla í hópnum og maka þeirra (Ef þeir eiga eitt stykki þannig) til að mæta því þetta stefnir í gott kvöld.
Þeir sem ætla að mæta kvitta við þessa færslu...
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44