Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46
clockhere

Tenglar

18.05.2009 00:08

Þreyttir



Eins og allir á Íslandi vita slúttuðum við Strandatröllin í gær (laugardagurinn 16 maí). Allur dagurinn heppnaðist alveg frábærlega allt frá sleðaferðinni að ballinu, þótt sleðaferðin hafi nú verið mis góð hjá sumum.
Þessi ferð fer allavegana á top 5 yfir dýrustu sleðaferðir hjá okkur. Það biluðu 3 sleðar og einn velti, Pollinn hans Sigga Þórs byrjaði að hósta og láta eins og ALGERT FÍFL, og þurfti Kristján Guðmunds að draga hann heim (legu og tannhjólavesen í drifinu). 10 mínótum síðar sveik Kötturinn mig (mig = Agnar). Var að keyra yfir hrygg þegar gormur í búkkanum brotnaði og kisan lagðist niður eins og laminn kettlingur.
Svo kemur Eddi alltaf sterkur inn. Jú ég held að Eddi hafi sett Íslandsmet um helgina. Hann kaupir glænýjan Polaris Dragon sp 800 (121) á fimmtudeginum og fer á honum á laugardeginum í fyrstu ferðina og Pollinn er úrbræddur eftir 114 km (Þetta hlítur að vera met) Held að þetta sé 3 eða 4 mótorinn sem Eddi kurlar. Enda var kallinn kosinn Tröllið 08-09.
Ég veit ekki hvort ég þurfi svo eitthvað að segja ykkur hver hafi oltið um helgina, Danni heldur fast í vanan (bylta á dag kemur skapinu í lag) en það er nokkuð ljóst að Danni á ringlaðast sleða á landinu.

Golli að afhenda Edda gripinn (Tröllið 08/09)

Eftir sleðaferðina var svo kastað sér á Riis þar sem við héldum okkar gill. Þar var Tröllamyndin 08-09 frumsýnd (sem fer að detta á netið) og kosið um hver tók flottustu myndina og hver tók mest á því í vetur. Eddi (VSM) var valinn Tröllið 08/09 enda búinn að vera alveg magnaður í vetur á sleðanum.
Agnar var svo valin myndatökumaður ársins 08/09.

Nonni á Berginu að afhenda Agnari gripinn (Kodakmaður 08/09)

Eftir verðlaunaafhendinguna borðuðum við lambalæri með öllu hjá henni Báru Karls (Pottþéttur matur hjá henni eins og alltaf) og horfðum svo á Eurovision á stórum skjá.
Kl: 23:30 stég svo leynigesturinn á sviðið og var það engin annar en Nonni okkar á Berginu. Hann reif upp stemmninguna þarna með sínum lögum og hitaði liðið vel fyrir Dj VSM sem tók við dansgólfinu og hélt uppi stuðinu til 03:00

Er að bíða eftir myndum frá Danna. Þessar myndir er frá Nonna á Berginu og þar getiði séð myndir frá ferðinni og slúttinu   -------> http://nonni.123.is/pictures/.

Vill bara þakka mönnum fyrir góða mætingu og frábæra helgi
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46
eXTReMe Tracker