17.11.2009 22:12
Hækkanir á sleðatryggingum
Ég heyrði fyrir nokkru að Tryggingafyrirtækin væru að fara hækka tryggingar allverulega, en spáði ekkert mikið í það, þanngað til ég fékk nýjasta seðilinn. Ég myndi ekki kalla þetta hækkun í mínu tilviki heldur GRÍÐARLEGA hækkun. þess má geta að ég trygði þá hjá Verði. En allavegana eftir að ég fékk þessa blautu tusku í andlitið (má samt eginlega segja að tuskan hafi verið bleytt svo fryst og þá smelt framan í mig) ákvað ég að leggjast í rannsóknarblaðamennsku og krefjast skýringar á þessum hækkunum hjá tryggingarfélögunum. Mér til mikillar gleði komst ég af því að aðeins eitt tryggingarfyrirtæki hefði breytt reglum sínum varðandi sleðatryggingar. Hin félögin hyggja ekki á breytingar þennan veturinn fyrir utan þær hækkanir vegna vísitöluhækkana, sem er s.s skiljanlegt vegna hærra verðs á innkeyptum varahlutum þegar þeir bæta tjón.
En allavegana ég sett mig í samband við Valdemar í Verði og vil ég þakka honum fyrir að svara öllum mínum spurningum og leyfa mér að birta svar hans hér.
Hér er ástæða þess að Vörður hefur hækkað tryggingar.
Sæll vertu
Það er rétt að við höfum verið að senda út hækkanir á tiltekna vélsleða. Ástæða þess er sú að við vissum að afkoma vélsleðatrygginga væri algerlega afleit. Tjónahlutfall vélsleða hjá okkur undanfarin 7 ár er vel yfir 200%. Við krufum þetta til mergjar og niðurstaða þeirrar skoðunar var að það var gríðarsterk fylgni milli afls sleða og tjóna. 85% tjóna hjá okkur er valdið af sleðum sem eru yfir 120 hestöfl og 10 stærstu vélsleðatjónum okkar á þessu tímabili er öllum valdið af sleðum 120+ hestöfl.
Við komumst að þeirri niðurstöðu að til þess að tryggingar á þessa kraftmiklu sleða stæðu undir sér þyrfti árlegt iðgjald þeirra að vera yfir 300.000 kr. Í flestum tilfellum vorum við hinsvegar að taka iðgjald á bilinu 40-50.000 ! Það eru ekki góð viðskipti og þýðir eingöngu að aðrir vátryggingatakar eru að greiða niður vátryggingar þessara tækja og það er bara ekki sanngjarnt.
Af hverju þessi fylgni milli tjóna og afls sleðana er svona sterk er kannski spurning sem vélsleðamenn geta best svarað. Tjónamunstur vélsleða er í eðli sínu þannig að það er tiltölulega lítil tíðni svo að ekki er óeðlilegt að menn keyri tjónlausir árum saman. En ef eitthvað gerist þá eru það yfirleitt alvarleg, kostnaðarsöm örorkutjón og nær undantekningalaust er sleðinn sem slíkt hendir á yfir 120 hestöfl.
Ákvörðun var tekin um að eitthvað yrði að gera. Niðurstaðan er sú að við förum handvirkt yfir alla vélsleða við hverja endurnýjun og flettum þeim upp í ökutækjaskrá. Sorterum út sleða yfir 120 hestöfl og hækkum iðgjald þeirra. Aðra sleða látum við alveg vera. Þetta er í sjálfu sér það sama og við gerum þegar mótorhjól eru verðlögð en þar er samskonar vandamál í gangi að 160 hestafla racer mótorhjól er mikið meiri áhætta en 80 hestafla hippi og við verðleggjum þau öðruvísi.
Vélsleðamennska er skemmtilegt sport og margir vélsleðamenn eru mjög góðir viðskiptamenn okkar. En ofangreindar tölur tala sínu máli og við getum ekki látið þetta aðgerðalaust. Hinn möguleikinn var að hækka alla sleða 40-50% (sem væri reyndar ekki nærri nóg) en við töldum ekki sanngjarnt að gera það þegar við vitum hvar vandamálið liggur og er alveg afmarkað.
Ég vona að þið skiljið þessi sjónarmið okkar og vandamálið sem blasti við.
Með kveðju,
Valdemar
Ég svar honum því að mér fyndist það frekar ósanngjarnt að meirihlutin af sleðamönnum ætti að "þrífa skítinn eftir hina slóðana" Því lang stærsti hópurinn af sleðamönnum keyra þessi tæki eðlilega og hafa ekki lent í tjóni í mörg ár og hvort ekki væri hægt að hækka iðgjöld á svörtu sauðina um 200-300 þús eins og hann talar um og hafa þá einhvern gagnagrunn á milli tryggingafyrirtækja þar sem menn færu bara á svartan lista svo þeir gætu ekki hoppað á milli eftir tjón.
Einnig sagði ég honum að ég myndi skilja vanda þeirra, en væri alls ekki sammála þeim hvernig þeir ætla að tækla vandamálið.
Valdemar svarar.
Sæll vertu
Við getum verið þér alveg sammála að vitanlega eru það oft svörtu sauðirnir eru að skemma fyrir þeim sem fara reglulega varlega. Vandamálið snýr að því að við getum ekki vitað á málefnalegan máta hverjir svörtu sauðirnir eru og reyndar er spurning hvort að vandamálið séu "svartir sauðir" yfirhöfuð. Eins og ég minntist á er tjónamunstur vélsleða þannig að tjónasaga segir lítið sem ekkert. Í tilfelli bíla þá sjáum við oft munstur, t.d. ef menn lenda í 2-3 smáóhöppum á ári er það vísbending um að akstur sé ekki í lagi. Vélsleðatjón á hinn bóginn eru dálítið "allt eða ekkert". Tjónin á vélsleðum eru slysatjón þar sem tilviljun getur ráðið hvort menn meiði sig eitthvað eða lítillega og engin tjónskrafa er gerð, eða þá veruleg meiðsl verða með tugmilljónkróna örorkukröfu.
Þess vegna, hversu ósanngjarnt sem það kann að virðast, eigum við bara einn málefnalegan faktor fyrir spádóm í því á hvaða vélsleða búast má við þungum tjónakröfum og það er afl sleðanna. Við reyndum að finna aðra málefnalega faktora, t.d. aldur ökumanna og búsetusvæði en gátum ekki fundið fylgni við þá faktora. Þeir sem lentu í alvarlegum slysum voru yfirleitt fullorðnir menn á besta aldri, góða viðskiptasögu og allt annað í fínu lagi. Þessi slys virðast því koma dálítið úr heiðskíru lofti.
Ég get látið það fylgja í framhjáhlaupi að tjónatíðni kraftmikilla sleða virðist jafnvel vera meiri en öflugustu mótorhjóla. Kannski á það rót að rekja til aðstæðna á fjöllum þar sem getur verið blinda og einnig að vélsleðar eru yfirleitt þyngri tæki sem geta valdið miklu líkamstjóni ef þeir lenda ofan á ökumanni sínum við fall.
Já bara til að bæta einu við þá hækkuðu tryggingar af mínum sleða um 100%. Þeir gera engan greinamuna á mönnum með góða sögu eða þeim sem eru sífelt að tjóna eða "týna" sleðunum sínum.
Ég spyr, hvað getum við gert í þessu, því oft er það raunin að þegar eitt fyrirtæki tekur af skarið fylgja hin, er þetta ekki eitthvað sem við verðum að reyna breyta, þá er ég ekki að meina að fara með potta og pönnur til þeirra heldur að haga okkur eðlilega og stíga á félaga okkar þegar stefnir í óefni.
Hvað finnst ykkur.
En allavegana ég sett mig í samband við Valdemar í Verði og vil ég þakka honum fyrir að svara öllum mínum spurningum og leyfa mér að birta svar hans hér.
Hér er ástæða þess að Vörður hefur hækkað tryggingar.
Sæll vertu
Það er rétt að við höfum verið að senda út hækkanir á tiltekna vélsleða. Ástæða þess er sú að við vissum að afkoma vélsleðatrygginga væri algerlega afleit. Tjónahlutfall vélsleða hjá okkur undanfarin 7 ár er vel yfir 200%. Við krufum þetta til mergjar og niðurstaða þeirrar skoðunar var að það var gríðarsterk fylgni milli afls sleða og tjóna. 85% tjóna hjá okkur er valdið af sleðum sem eru yfir 120 hestöfl og 10 stærstu vélsleðatjónum okkar á þessu tímabili er öllum valdið af sleðum 120+ hestöfl.
Við komumst að þeirri niðurstöðu að til þess að tryggingar á þessa kraftmiklu sleða stæðu undir sér þyrfti árlegt iðgjald þeirra að vera yfir 300.000 kr. Í flestum tilfellum vorum við hinsvegar að taka iðgjald á bilinu 40-50.000 ! Það eru ekki góð viðskipti og þýðir eingöngu að aðrir vátryggingatakar eru að greiða niður vátryggingar þessara tækja og það er bara ekki sanngjarnt.
Af hverju þessi fylgni milli tjóna og afls sleðana er svona sterk er kannski spurning sem vélsleðamenn geta best svarað. Tjónamunstur vélsleða er í eðli sínu þannig að það er tiltölulega lítil tíðni svo að ekki er óeðlilegt að menn keyri tjónlausir árum saman. En ef eitthvað gerist þá eru það yfirleitt alvarleg, kostnaðarsöm örorkutjón og nær undantekningalaust er sleðinn sem slíkt hendir á yfir 120 hestöfl.
Ákvörðun var tekin um að eitthvað yrði að gera. Niðurstaðan er sú að við förum handvirkt yfir alla vélsleða við hverja endurnýjun og flettum þeim upp í ökutækjaskrá. Sorterum út sleða yfir 120 hestöfl og hækkum iðgjald þeirra. Aðra sleða látum við alveg vera. Þetta er í sjálfu sér það sama og við gerum þegar mótorhjól eru verðlögð en þar er samskonar vandamál í gangi að 160 hestafla racer mótorhjól er mikið meiri áhætta en 80 hestafla hippi og við verðleggjum þau öðruvísi.
Vélsleðamennska er skemmtilegt sport og margir vélsleðamenn eru mjög góðir viðskiptamenn okkar. En ofangreindar tölur tala sínu máli og við getum ekki látið þetta aðgerðalaust. Hinn möguleikinn var að hækka alla sleða 40-50% (sem væri reyndar ekki nærri nóg) en við töldum ekki sanngjarnt að gera það þegar við vitum hvar vandamálið liggur og er alveg afmarkað.
Ég vona að þið skiljið þessi sjónarmið okkar og vandamálið sem blasti við.
Með kveðju,
Valdemar
Ég svar honum því að mér fyndist það frekar ósanngjarnt að meirihlutin af sleðamönnum ætti að "þrífa skítinn eftir hina slóðana" Því lang stærsti hópurinn af sleðamönnum keyra þessi tæki eðlilega og hafa ekki lent í tjóni í mörg ár og hvort ekki væri hægt að hækka iðgjöld á svörtu sauðina um 200-300 þús eins og hann talar um og hafa þá einhvern gagnagrunn á milli tryggingafyrirtækja þar sem menn færu bara á svartan lista svo þeir gætu ekki hoppað á milli eftir tjón.
Einnig sagði ég honum að ég myndi skilja vanda þeirra, en væri alls ekki sammála þeim hvernig þeir ætla að tækla vandamálið.
Valdemar svarar.
Sæll vertu
Við getum verið þér alveg sammála að vitanlega eru það oft svörtu sauðirnir eru að skemma fyrir þeim sem fara reglulega varlega. Vandamálið snýr að því að við getum ekki vitað á málefnalegan máta hverjir svörtu sauðirnir eru og reyndar er spurning hvort að vandamálið séu "svartir sauðir" yfirhöfuð. Eins og ég minntist á er tjónamunstur vélsleða þannig að tjónasaga segir lítið sem ekkert. Í tilfelli bíla þá sjáum við oft munstur, t.d. ef menn lenda í 2-3 smáóhöppum á ári er það vísbending um að akstur sé ekki í lagi. Vélsleðatjón á hinn bóginn eru dálítið "allt eða ekkert". Tjónin á vélsleðum eru slysatjón þar sem tilviljun getur ráðið hvort menn meiði sig eitthvað eða lítillega og engin tjónskrafa er gerð, eða þá veruleg meiðsl verða með tugmilljónkróna örorkukröfu.
Þess vegna, hversu ósanngjarnt sem það kann að virðast, eigum við bara einn málefnalegan faktor fyrir spádóm í því á hvaða vélsleða búast má við þungum tjónakröfum og það er afl sleðanna. Við reyndum að finna aðra málefnalega faktora, t.d. aldur ökumanna og búsetusvæði en gátum ekki fundið fylgni við þá faktora. Þeir sem lentu í alvarlegum slysum voru yfirleitt fullorðnir menn á besta aldri, góða viðskiptasögu og allt annað í fínu lagi. Þessi slys virðast því koma dálítið úr heiðskíru lofti.
Ég get látið það fylgja í framhjáhlaupi að tjónatíðni kraftmikilla sleða virðist jafnvel vera meiri en öflugustu mótorhjóla. Kannski á það rót að rekja til aðstæðna á fjöllum þar sem getur verið blinda og einnig að vélsleðar eru yfirleitt þyngri tæki sem geta valdið miklu líkamstjóni ef þeir lenda ofan á ökumanni sínum við fall.
Já bara til að bæta einu við þá hækkuðu tryggingar af mínum sleða um 100%. Þeir gera engan greinamuna á mönnum með góða sögu eða þeim sem eru sífelt að tjóna eða "týna" sleðunum sínum.
Ég spyr, hvað getum við gert í þessu, því oft er það raunin að þegar eitt fyrirtæki tekur af skarið fylgja hin, er þetta ekki eitthvað sem við verðum að reyna breyta, þá er ég ekki að meina að fara með potta og pönnur til þeirra heldur að haga okkur eðlilega og stíga á félaga okkar þegar stefnir í óefni.
Hvað finnst ykkur.
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46