Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44
clockhere

Tenglar

31.12.2009 16:46

2010


Jæja kæru félagar þá er árið 2009 að verða bensínlaust og nýtt ár með nýju bensíni að hefjast. 2009 var nokkuð gott ár fyrir Tröllin. Margar skemtilegar ferðar voru farnar á árinu þá helst er ferðin í Ljósufjöll og Polarisferðin norður Strandir. Það er samt frekar slæmt að menn hafa varla geta komist á bak núna  í haust. Annað sem við getum líka verið ánægðir með á árinu var Slúttið sem við vorum með á Café Riis, það tókst bara nokkuð vel upp..

En allavegana það átti að halda fund um daginn en það klikkaði eins og áður (einstaklega erfitt að haldi fundi í þessun félagsskap) Spurnig um að reyna halda þennan fund seinna eða kannski bara á netinu (sjáum til með það)
Breytingar jú þær hafa verið nokkrar á árinu, Ég (Aggi) seldi fákinn minn, Atli Seldi sinn, man nú ekki um fleiri. En þótt við Atli færumst niður í frystinn þá er ekki bara fækkun í hópnum því fyrir nokkrum dögum skilaði Skúli Jóhanns inn inntökuprófiun (þá bóklegahlutanum) og hefur hann verið samþykktur inní klúbbinn, Prófíll um Skúla er í vinnslu..

Þótt Atli hafi selt sleðann þá er hann alls ekki hættur því hann hefur ákvað að einbeita sér af litlu prinsessunni sinni sem þau hjú Atli og Árdís eignuðust þann 30 des, viljum við tröllin óska þeim til hamingju með hana.


Gleðilegt nýtt ár allir saman til sjávar eða sveita
(aðallega sveita)

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63404
Samtals gestir: 7139
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:02:44
eXTReMe Tracker