21.05.2010 13:51
Gaman
Þótt vetur hafi verið snjólaus og veskið létt, tryggingar háar og bensínið ekkert spes,
þá verður að slútta þessum andskotans vetri almennilega, og það er einmitt okkar plan
Í kvöld á CAFÉ RIIS verður hið árlega slútt haldið.
Þetta er þriðja vorið í röð sem klúbburinn hittist og slúttar vetrinum og hefur niðurtalningu í þann næsta.
Bára Karlsdóttir mun sjá um veitingar eins og alltaf hjá okkur enda, sættum við okkur ekkert við neitt slor,
líkt og í hinum slúttunum þá verður sýnd ný mynd, þ.e.a.s samansafn af ferðum okkar frá liðnum vetri, bæði í video-um og ljósmyndum. Þótt Tröllin hafi verið mjög róleg í vetur vegna snjóleysis þá voru einhverjar myndir teknar. (Bara meiri áskorun fyrir klipparann). Er ekkiu viss hvort þessi mynd verður sett á netið líkt og hinar þrjár, það verður bara að koma í ljós.
þá verður að slútta þessum andskotans vetri almennilega, og það er einmitt okkar plan
Í kvöld á CAFÉ RIIS verður hið árlega slútt haldið.
Þetta er þriðja vorið í röð sem klúbburinn hittist og slúttar vetrinum og hefur niðurtalningu í þann næsta.
Bára Karlsdóttir mun sjá um veitingar eins og alltaf hjá okkur enda, sættum við okkur ekkert við neitt slor,
líkt og í hinum slúttunum þá verður sýnd ný mynd, þ.e.a.s samansafn af ferðum okkar frá liðnum vetri, bæði í video-um og ljósmyndum. Þótt Tröllin hafi verið mjög róleg í vetur vegna snjóleysis þá voru einhverjar myndir teknar. (Bara meiri áskorun fyrir klipparann). Er ekkiu viss hvort þessi mynd verður sett á netið líkt og hinar þrjár, það verður bara að koma í ljós.
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46