18.09.2010 00:35
Staðan
Þá eru málin farin að skýrast, allavegana sé ég hvernig veturinn verður, bæði með félaga í klúbbnum og snjóalög. Fyrst skal ég segja að það verður talsverð endurskipulagning í hópnum og það er af hinu góða held ég. Hvað varðar snjóalög þá verða þau frábær og neita ég því að það verði annar eins vetur og síðast, já og það er bannað að tala um síðasta vetur þ.e.a.s veturinn 09-10 hér eftir, hvað okkur varðar þá er bara eyða þar.
Það kom nokkuð vel í ljós eftir að við tókum ársgjaldið upp hverjir vilja halda þessum hópi saman þó að það sé nú ekki fyrir annað en að halda í það gamla, því margir borguðu ársgjaldið þó þeir ættu ekki sleða og hafa ekki átt sleða í mörg ár. Þessi klúbbur er orðin þokkalega vel skipaður eftir breytingar, bæði með sleðamönnum og velunurum.
Þó að veturnir verða lélegir þá höfum við alltaf slúttið sem hefur reynst fjandi góð ástæða til að detta í það og borða góðan mat.
Eftir breytingar þá verður þetta ekki bara sleðaklúbbur heldur klúbbur sem samstendur af mönnum sem hafa gaman af því að ferðast um Strandir á veturnar, og vill sýna fólki að Strandirnar okkar eru ekki bara Gullfallegar á sumrinn heldur líka á veturnar.
En allavegana þá hristum við upp í hópnum og skiljum aðeins rjóman eftir, þetta gerist á næstu dögum þannig að það verður hægt að fara skipuleggja komandi vetur af einhverju ráði.
Mbk
Aggi
Það kom nokkuð vel í ljós eftir að við tókum ársgjaldið upp hverjir vilja halda þessum hópi saman þó að það sé nú ekki fyrir annað en að halda í það gamla, því margir borguðu ársgjaldið þó þeir ættu ekki sleða og hafa ekki átt sleða í mörg ár. Þessi klúbbur er orðin þokkalega vel skipaður eftir breytingar, bæði með sleðamönnum og velunurum.
Þó að veturnir verða lélegir þá höfum við alltaf slúttið sem hefur reynst fjandi góð ástæða til að detta í það og borða góðan mat.
Eftir breytingar þá verður þetta ekki bara sleðaklúbbur heldur klúbbur sem samstendur af mönnum sem hafa gaman af því að ferðast um Strandir á veturnar, og vill sýna fólki að Strandirnar okkar eru ekki bara Gullfallegar á sumrinn heldur líka á veturnar.
En allavegana þá hristum við upp í hópnum og skiljum aðeins rjóman eftir, þetta gerist á næstu dögum þannig að það verður hægt að fara skipuleggja komandi vetur af einhverju ráði.
Mbk
Aggi
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46