23.10.2011 20:09
5 ára Afmæli
Sælir allir
Þar sem núna er alveg að koma að 5 ára afmæli Tröllannan þá langar mig til að skrifa aðeins um þennan glæsilega hóp sem við ætlum að hressa við í vetur.
Strandatröllin voru stofnuð 28-10-2006 og var fyrst ætlað sem geymsla fyrir myndir af ferðum okkar á Ströndum. Það er svo sannarlega það en vatt þokkalega mikið upp á sig. Strax árið 2006 fóru menn að vilja vera með í þessu og þá varð "hópurinn" til. Hópurinn hefur stækkað og minnkað eftir hvernig menn eru í þessu, enda hefur það verið regla að þeir sem eiga sleða meiga vera í hópnum, en þótt menn seldu sleðanan og tóku sér frí frá sportinu þá vildu menn halda áfram í félagsskapnum og þá var "frystirinn" til, þar geimum við menn sem eru í fríi.
Síðan og allt sem við kemur hópnum hefur verið gert í sjálfboði, það hefur heldur aldrei verið mikill peningur í þessu nema kannski kostnaður við að greiða síðuna og auka geymslumagn.
Fyrstu árin var þessu bara reddað en við fórum svo að hanna og selja flíkur, límmiða og annan varning til að kosta síðuna. Jú við höfðum ársgjald einn veturinn en það gekk svo vel að við getum rekið síðuna allavegana tvær vertíðir í viðbót án þess að þurfa selja fleiri flíkur, enda held ég að næst á dagskrá séu nærbuxur með Tröllamyndinni að framan.
Við höfum alltaf verið háðir Veðri og snjóalögum og það síðarnefnda hefur ekki alltaf verið okkur hliðholt, Sumar tíðir hafa verið svo slæmar að við höfum varla komist á bak,svo hafa komið góðir tímar þar sem við höfum getað keyrt upp frá sjoppunni heima. Þetta er eins og gengur og gerist í þessu sporti en við getum samt sagt stoltir að við lifðum hrunið af og gott betur kom klúbburinn sterkari úr hruninu.
Það hefur ótrúlega mikið komið útúr þessum félagsskap og mikið verið gert, það er stefnan að halda gjöfinni í sömu stöðu eða bæta örlítið við ef eitthvað er, við ætlum að taka nokkuð vel á því í vetur og vonandi verður snjórinn með okkur í liði, ef ekki þá verða höfuðstöðvar Tröllanna fluttar í Norðurfjörð þar sem alltaf er snjór.
Bara til gamans þá tók ég saman nokkrar staðreyndir um síðuna okkar og hér eru þær.
Ef Strandatröllin eru "googluð" google.is þá koma 102,000 hits, sem bæði við höfum skrifað eða einhver skrifað um okkur, m,a ein grein úr mbl.is
Þegar þessi grein var skrifuð þá voru 86.441 heimsóknir á síðuna sem verður að teljast nokkuð gott þar sem þetta er Snjósleðasíða.
Það hafa verið 286.932 flettingar á síðunni.
Það eru 107 sleðar skráðir á hópinn, þ.e.a.s það sem menn hafa átt og eiga.
Inná síðunni eru 4.588 myndir sem við höfum tekið eða birt á síðunni.
Einnig á síðunni er 71 myndband af okkur að leika okkur ásamt 3 myndböndum á Hrollur.is
Það hefði verið flott að eiga staðreyndir um Kílómetrafjölda sem við höfum ekið síðan Tröllin voru stofnuð, eða þá bensínlítra, nei kannski ekki bensín lítra.
Það hafa margir komið að þessum hóp og tekið mikinn þátt í þessu enda væri þetta ekki hægt án þess að menn myndu sameinast í þessu, ég veit að það hefur verið örlítil lægð yfir þessu en það er kannski ekkert skrítið þar sem síðustu vetrar hafa ekki verið nógu góðir og Ísland fór nærri á hausinn. Einnig hefur umferðin flust þónokkuð yfir á Facebook þar sem við höldum saman hópinn.
En þessi klúbbur er enn að slíta barnsskónum og við getum ekki beðið eftir gjelgjuskeiðinu.
MBK
Agnar.
Þar sem núna er alveg að koma að 5 ára afmæli Tröllannan þá langar mig til að skrifa aðeins um þennan glæsilega hóp sem við ætlum að hressa við í vetur.
Strandatröllin voru stofnuð 28-10-2006 og var fyrst ætlað sem geymsla fyrir myndir af ferðum okkar á Ströndum. Það er svo sannarlega það en vatt þokkalega mikið upp á sig. Strax árið 2006 fóru menn að vilja vera með í þessu og þá varð "hópurinn" til. Hópurinn hefur stækkað og minnkað eftir hvernig menn eru í þessu, enda hefur það verið regla að þeir sem eiga sleða meiga vera í hópnum, en þótt menn seldu sleðanan og tóku sér frí frá sportinu þá vildu menn halda áfram í félagsskapnum og þá var "frystirinn" til, þar geimum við menn sem eru í fríi.
Síðan og allt sem við kemur hópnum hefur verið gert í sjálfboði, það hefur heldur aldrei verið mikill peningur í þessu nema kannski kostnaður við að greiða síðuna og auka geymslumagn.
Fyrstu árin var þessu bara reddað en við fórum svo að hanna og selja flíkur, límmiða og annan varning til að kosta síðuna. Jú við höfðum ársgjald einn veturinn en það gekk svo vel að við getum rekið síðuna allavegana tvær vertíðir í viðbót án þess að þurfa selja fleiri flíkur, enda held ég að næst á dagskrá séu nærbuxur með Tröllamyndinni að framan.
Við höfum alltaf verið háðir Veðri og snjóalögum og það síðarnefnda hefur ekki alltaf verið okkur hliðholt, Sumar tíðir hafa verið svo slæmar að við höfum varla komist á bak,svo hafa komið góðir tímar þar sem við höfum getað keyrt upp frá sjoppunni heima. Þetta er eins og gengur og gerist í þessu sporti en við getum samt sagt stoltir að við lifðum hrunið af og gott betur kom klúbburinn sterkari úr hruninu.
Það hefur ótrúlega mikið komið útúr þessum félagsskap og mikið verið gert, það er stefnan að halda gjöfinni í sömu stöðu eða bæta örlítið við ef eitthvað er, við ætlum að taka nokkuð vel á því í vetur og vonandi verður snjórinn með okkur í liði, ef ekki þá verða höfuðstöðvar Tröllanna fluttar í Norðurfjörð þar sem alltaf er snjór.
Bara til gamans þá tók ég saman nokkrar staðreyndir um síðuna okkar og hér eru þær.
Ef Strandatröllin eru "googluð" google.is þá koma 102,000 hits, sem bæði við höfum skrifað eða einhver skrifað um okkur, m,a ein grein úr mbl.is
Þegar þessi grein var skrifuð þá voru 86.441 heimsóknir á síðuna sem verður að teljast nokkuð gott þar sem þetta er Snjósleðasíða.
Það hafa verið 286.932 flettingar á síðunni.
Það eru 107 sleðar skráðir á hópinn, þ.e.a.s það sem menn hafa átt og eiga.
Inná síðunni eru 4.588 myndir sem við höfum tekið eða birt á síðunni.
Einnig á síðunni er 71 myndband af okkur að leika okkur ásamt 3 myndböndum á Hrollur.is
Það hefði verið flott að eiga staðreyndir um Kílómetrafjölda sem við höfum ekið síðan Tröllin voru stofnuð, eða þá bensínlítra, nei kannski ekki bensín lítra.
Það hafa margir komið að þessum hóp og tekið mikinn þátt í þessu enda væri þetta ekki hægt án þess að menn myndu sameinast í þessu, ég veit að það hefur verið örlítil lægð yfir þessu en það er kannski ekkert skrítið þar sem síðustu vetrar hafa ekki verið nógu góðir og Ísland fór nærri á hausinn. Einnig hefur umferðin flust þónokkuð yfir á Facebook þar sem við höldum saman hópinn.
En þessi klúbbur er enn að slíta barnsskónum og við getum ekki beðið eftir gjelgjuskeiðinu.
MBK
Agnar.
Skrifað af Agga
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 63540
Samtals gestir: 7147
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:24:46