16.04.2012 22:45
Fórum Flotta Helgaferð Í Reykjafjörð N
Eddi Kr,Elli,Gauti,Gunni Kalli,og gestinir Róbert,Jón Orri,Stebbi,Orri fórum af stað frá Hólmavík rétt í kringum 20:15 komum við með varahluti fyrir Þórð á Laugalandi og lögðum á stað frá Kaldalóni ca 22:00 í svolítri þoku komum í Reykjafjörð ca 23:30 fengum okkur smá næringu og kíktum í laugina
Laugardaginn byrjuðum á að tanka og svo kíktum við í Hrafnsfjörð og rétt aðeins á upp á Hyrnukjöl svoldið mikill þoka svo við fórum aðeins niður í Bolungarvík og svo bara aftur í heim í Reykjafjörðinn holusteiktum 2 afturdrif með öllu tilheirandi svakalega gott slökuðum okkur svo í laugina til að ná okkur niður allveg frábært
Sunnudagurinn keyrðum í þoku upp alla Fossadalsheiðina og stukkum svo uppúr henni við Hrolleifsborgina inn í ein tóma Sól og Gelði LOKSINS hehe griluðum okkur hádegismat þar og tókkum smá æfingar á meðan madurinn eldaðist tókum svo strikið út eftir Snæfjallaströndini og langleiðina í Grunnavík eða þar fyrir ofan fundum svakalega skemtilegar brekkur á leiðinni kíktum smá í þær og mynduðum allt Ísafjarðardjúpið Vigur, Hestinn, Súðavík, Ísafjörð, Hnýfsdal, Bolungavík, Bolafjall,og auðvita alla Jökulfyrðina keirðum svo aftur í Kaldalón svo heim og Takk fyrir komuna Strákar Frábær helgi að baki
p.s. nokkrar nýjar myndir og á eftir að setja nokkrar í við bót