28.04.2008 21:02
POLARIS FERÐ 2008
það var frábær stemning meðal sleðamanna og voru allir í skýjunum,
komnar myndir í möppu mert polarisferð 2008.og langar mig til að þakka öllum sem voru í þessari ferð fyrir frábæru ferð.
kveðja:Nonni Kristjáns
ps,þið strandatröll sem ekki fóruð,ææææææææ
26.04.2008 00:36
Afkvæmi
Ég mallaði saman nokkrum sleðum eins og ég held að þeir yrðu. s.s blendingar
Hér er blanda af Yamaha og Lynx. s.s Yamynx.
Hér er svo blanda af Polaris 800 Dragon og Artic Cat M1000 Sno Pro LE
s.s Artic Polar Bear Mountindrag 1800
Ekki svo slæmir
21.04.2008 21:30
Helgin 18-20 apr
Það voru samt ekki margir á Hólmavík þannig að þetta skiptist í nokkra litla hópa, og það var allur gangur á því hvenar menn fóru og hvert þeir fóru. En veðrið heima var alveg klikkað alla helgina, það var reyndar of heitt. Það var svo heitt að við þurftum að vera berir að ofan á sleðunum, það var einkar sexy.
Toppurinn á helgina var án efa að fylgjast með Vidda á læðunni sinni (Artic Cat Cheetah árg 86). Tvíeykið fór nefnilega í tvær ferðar um helgina, reyndar mislangar. Fyrri ferðin var svona sirka 40 cm, Hann náði að bakka úr kerrunni og keyra svo aftur uppí kerruna "klikkuð ferð þar,, Seinni ferðinn var reyndar nokkuð góð enda búið að gera við læðuna áður en það var haldið á fjöll.
Reisan byrjaði hjá flugvellinum og eftir 4 tilraunir sáum við að það yrði að fara einhverjar krókaleiðir til að komast upp. Til allra lukku þá gátum við notað "innsogspumputakkan,, á læðunni (reyndar vill Viddi meina að þetta sé Nítró) en allavegana með þessum innsogsnítrotakka tók sleðinn þetta gríðarlega kick áfram og gjörsamlega flaug upp kálfanesið, ég get sagt ykkur að ég hef bara aldrei séð neitt fara svona hratt og þar sem Viddi var á leið upp í loftköstum keyrði hann á þúfu og við þann árekstur sveif læðan með Vidda á bakinu upp eins og eldflaug frá NASA á leið út í geim.
Þetta var án efa hæðsta stökk sem Vélsleði hefur stokkið fyrr og miklu síðar, og til að sanna fyrir ykkur hve hátt þetta stökk var, þá náði Viddi að taka mynd með símanum sínum. ALVEG ÓTRÚLEGT
Oki smá ýkjur hann komst næstum því uppá topp. Það vantaði 3 1/2 metra uppá topp þegar læðan byrjaði að kúgast. Þetta er samt allt að koma
15.04.2008 21:42
POLARIS FERÐ 2008
Polaris!!! Strandatröll og aðrið sleðamenn nú er komið að því, Polarisferðin verður farinn 25-27 apríl næstkomandi takið þið þessa helgi frá, farið verður á fjallabakkssvæðið!! (mér skylst að menn ætlað að fara á föstudagskv. inn að Hrauneyjum gista þar og fara svo í einhvern skála) yrði ekki hissa þó Skúli og félagar frá Stormi yrðu í sólarstuði, og þá vantar bara að mæta með Pollann og halda til fjalla á ný, hvet alla til að kynna sér þessa frábæru ferð uppí Stormi. S: 5771717
Ath: Það eru komin inn 3 ný myndaalbúm, kíkið á þau (eitt er í vor 2008)
13.04.2008 02:38
Útrás
Allt hefur hækkað og afhverju ættum við ekki að lengja (hækka) sleðatíðinna, jú við værum að stela einhverjum tíma frá mótorkrossmönnonum en þeir hljót að lifa það af. Hjólakallarnir (Mótorkrossararnir) eru nú reglulega að svindla sér inná okkar tímabil, setja á hjólin á einhver nagladekk og halda með því að þeir komast allt " oh boy hvað þeim skjástlast,, reyndar verð ég að viðurkenna að mér hefur sjaldan liðið eins ílla og þegar ég var á ferð á færibandinu mínu á síðasta vetri uppá Ófeigsfjarðarheiði og ég mætti einhverjum vitleysingi á mótorhjóli, ég mein hvað var þessi maður að hugsa, hvernig datt honum þetta í hug. Hvernig myndi honum líða ef ég myndi valsa inná korssbrautina eins ég ætti heiminn á sleðanum , bara í einhverjum rólegaheit akstri. EKKI VEL. Það er svo sem ekki auðvelt að komast inná krossbrautina uppí kálfanesi án þess að menn fari að spá í hvað maður sé að gera, um mitt sumar með eitthvað færiband upp á kerru, Það er kannski best að komast inná flugvöllin og laumast inná svæðið, enn það færi líklega ekki vel með skíði að keyra svona mikið á mölinni. Það vill svo ílla til að Flugvöllurinn er malarvöllur og það er ekki það sem við sleðamenn viljum vera keyra á. VVÁÁ hvernig væri að nota þennan flotta stað (Flugvöllinn) sem akstursíþróttaspyrnuæfingakeppnissvæði.
Jæja núna hef ég lokið pistli mínum sem var nákvæmilega ekki um neitt sérstakt, en ég vill mynna á að boðskapur þessa pistils er sá að við verðum að fara kolefnisjafna sleðaferðarnar okkar.
08.04.2008 20:13
Gengur hægt
Hvernig væri nú að fá einhverjar ferðasögur frá síðustu helgi, þar sem menn fóru í miklar ferðar og ekkert hefur heyrst um þær. Þetta gengur nátúrulega ekki því við hinir sem vorum ekki svo heppnir að komast fáum að vita hvernig var
allavegana hef ég ekki komist síðan á Páskum og er farið að klæja í fingurgómana í að komast á bak. Ég vona að það verði á næstunni
03.04.2008 22:13
Ótitlað
Það er næsta helgi. Það spáir nokkuð vel og eru menn að spá í að bruna Norður á Horn. Enda ekki spurning um að nota þessi tæki á meðan það er hægt (Nema menn séu orðnir sleðalausir eins og bræðurnir, og vil ég hér með fá að vita hvað á að fá sér fyrir næsta vetur)
Það er allavegana nokkur hugur í mönnum að fara Norður og um að gera að láta vita af sér hér, allt svo, hverjir ætla að fara.
28.03.2008 17:16
Tekið af lexi.is
Það eru ALLIR búnir að fá uppí kok á þeim álagninum sem er á bensíninu, EN ENGINN GERIR NEITT Í ÞVÍ!
Þetta er lýðræði! Ekki einræði!
Þess vegna verða mótmæli fyrir utan ALÞINGIÐ KLUKKAN 16:00, 3 APRÍL!
Við erum öll búin að fá uppí kok á þessu verði, og það virðist sem að
fólk lætur bara bjóða sér þetta! Ég er reiður! Þú ert reið/ur! Og við
skulum sýna samstöðu og sýna þeim innan ríkistjórnarinnar að VIÐ ERUM
REIÐ!
Sýnið samstöðu, auglýsið mótmælin, segið vinum ykkar frá, hengið
plaggöt í skólunum ykkar! Gerið það sem þarf til að lækka þetta
helvítis verð!
ÞETTA ER EKKI GRÍN! Ef þú rekur heimasíðu, hjálpaðu til við að auglýsa þessi mótmæli! Sýnum samtöðu!
26.03.2008 22:31
HVAÐ ER Í GANGI??????
TEKIÐ AF SÍÐUNU HJÁ NONNA Á BERGINU------
Að gefnu tilefni verð ég sem ábyrgur síðustjóri á mínu einka bloggi að taka eftirfarandi fram vegna sleðaferða Strandatröllana um Páskahelgina síðastliðna. Eftir að ég setti inn myndir þó einkum af einum félaga í snjósleðafélaginu Strandatröllum hef ég fengið allmarga tölvupósta og símhringingar svo og fólk sagt við mig á förnum vegi, afhverju eru að setja þessar stökk og veltumyndir af snjósleðafíflunum inná síðuna hjá þér, þetta gerir ekkert annað en að hvetja aðra vitleysinga til hins sama með þessum myndbirtingum. Og eg hef verið beðin í nokkur skipti að taka myndirnar út af síðunni. Það skal skírt tekið fram og félagarnir í Strandatröllunum geta vitnað um það að eg (síðustjórinn) hef aldrei hvatt einn eða neinn til að fara uppí varasamar brekkur né að stökkva fram af klettum. Og eg hef líka verið spurður að því hvort eg myndi mæla með því að börnin mín myndu gera slíkt. Því er til að svara er hreint og beint nei. En ekki geta faðirinn og móðirin alltaf verið yfir sínum börnum á öllum tímum sólarhrings, og hvað þá þegar börnin eru komin vel yfir tvítugt og eru víðs fjarri og jafnvel farin úr foreldrahúsum. Minn þáttur í föstudagslönguferðinni 21 mars var nú frekar stutt og ræfilsleg, eg fór einungis ca 500 metra austurfyrir Glifsu sem er skamt frá Eyrarhálsinum og tók nokkrar myndir af landslaginu og af tröllunum, og fór síðan yfirundir Hraundalinn og myndaði nokkra lélaga bifreiðastjóra (jeppana) sem voru að skakast í snjónum og gekk mjög illa og fór síðan heim. Var kominn til Hólmavíkur kl 17.30 . Eg lít á það sem eg set inná mína síðu einungis hvernig eg sé það, ekki hvernig aðrir sjá það. Og líka má ekki bara blanda saman gömlu sleðunum sem eg kom svolítið nálægt hér forðum og þeim sleðum sem eru á markaðnum í dag, og líka það eru snjósleðamenn sem eru misfærir og sumir snjallir sleðamenn og aðrir afspyrnu lélegir, eins og með allt. Sleðamenn þurfa ekki að fara til Stranda norður til að taka flikk flakk og heljarstökk, einungis er nóg að fara í brekkuna fyrir ofan flugvöll okkar Hólmvíkinga.
STRANDATRÖLL NÚ SVÖRUM VIÐ VÆLINU Í FÓLKI SEM EKKI VEIT BETUR.
þetta er á síðuni hjá nonna á berginu 123.is/holmavík
25.03.2008 20:04
Varðandi kosninguna!!!!
það verður til þess að fleiri fara kannski að taka myndir,hvað fynst ykkur?????????,já satt seigir þú agnar, smári kemmur sterkur til greina,enn golli kemur 1 til greina með tilþrif og flottustu myndina!!!!!!,þetta er mitt kallt mat........,endilega látið í ykkur heyra
23.03.2008 21:48
Tvær skemmtilegar ferðar og ein spes ferð
Föstudagurinn langi:
Við hittumst uppá heiði (Steingrími) frá kl: 11:30-12:30, það var allur gangur á því hvenær menn komu. Enn við lögðum af stað uppá jökul og þegar við vorum komnir þónokkuð inná Ófeigsfjarðarheiði þá var ákveðið að fara frekar inní Norðurfjörð. Á leið í N-fjörð þá komum við að nokkuð skemmtilegu "fjalli,, sem heitir Eyrarháls. Þetta er nokkuð skemmtileg hlíð sem þó REFSAÐI okkur tröllunum illa, því í þessari hlíð þá festu bræðurnir
( Atli & Veigar) sig mjög ofarlega. Þetta þýddi það að ég (Aggi) Elli og Jón Ragnar þurftum að skríða upp hlíðina og hjálpa þeim, þetta er án efa það allra erfiðasta sem ég hef gert síðan ég hljóp Maraþon árið 1984. Enn þetta var ekki allt sem þessi hlíð gerði okkur því hann Golli "stökkkóngur,, fór upp alla hlíðina, reyndar svo hátt að hann var komin í sjálfheldu og því var ekkert annað að gera en að taka myndarlega byltu ( reyndar eru menn ekki sammála hve margar byltur hann tók enn við erum sammála því að þær eru ekki færri en 17 og ekki fleiri en 38). Þegar búið var að troða glerinu á sleðan hans Golla þá var haldið niður á Mela, bæði til að komast í kaffi og til að geta gert við sleðan hans Atla enn nokkuð áður hafði stífan brotnað hjá honum. Við erum á því að önnureins gestrisni og hjá henni Böddu á Melum finnst hvergi á Íslandi. Því þegar við komum þá var okkur öllum boðið inn, enn þar sem við vorum 12 í þessari ferð þá var okkur ekki vel við það að troðast allir inní eldhúsið hennar. Það var því einróma samþykki hjá hópnum að drekka nestið fyrir utan bæinn. En það leið ekki 1 mínúta þá var einn af okkar bestu mönnum búinn að smygla sér inn í kaffi og rjómapönnukökur , ég kýs að kalla hann Ö. En þar sem við sátum allir úti þá kom hún Badda með nýsteiktar kleinur fyrir okkur og vil ég þakka henni Böddu fyrir hönd Tröllana. Þegar við vorum búnir með nestið þá var haldið inn í Norðurfjörð og þar var tankað. Þótt að það sé ekki löng leið frá Melum að Norðurfirði þá voru Tröllin orðin svöng aftur enda miklir matarmenn þar á ferð. Og til allra lukku rákumst við á Gunnstein kaupfélagsstjóra og fengum hann til að opna þessa gríðarlegu verslun fyrir okkur, og vil ég einnig þakka honum fyrir það. Eftir Norðurfjörð þá fórum við upp á Glyfsuna og þar var tekið án efa stökk ársins og mæli ég með því að þið sem eruð að lesa þennan pistil kíki á myndbandið þegar hann Golli stökk niður af klettum sem eru án efa 52 metrar á hæð (allavegana ekki minna en 8 metrar) Eftir miklar hlíðar æfingar og eina byltu hjá Atla þá var haldið í Djúpuvík til Ása og Evu. Þar var tekin súpa á Hótelinu og skiptst á sögum.Viljum við þakka þeim Ása og Evu fyrir góðar móttökur og góða súpu. En eftir þónokkra stund var ákveðið að fara koma sér heim enda klukkan orðin 20:00. Í stað þess að fara sömu leið til baka þá farið upp kjósarhjallan og frá Trékyllisheiði inná Steingrímsfjarðarheiði. Við vorum að skríða heim um 10 leytið alveg búnir eftir þetta mikla ferðaleg.
Í ferðinni voru Aggi, Elli, Gauti, Atli, Golli, Smári, Ásgeir, Ólöf, Veigar, Jón R, Kristján P, Ölli, og Nonni á Berginu um stund. Þess má geta að hann Gæi var líka með okkur í svona sirkabát 15 mínútur en hann tók allt í einu stefnuna norður og það eina sem við heyrðum var "Á að taka allan daginn í þetta,, og síðan hvarf hann og hefur ekki sést síðan.
Laugardagurinn milli Föstudags og Sunnudags.
Þá var ákveðið að taka smá reysu, en hún mátti ekki vera eins mikil og sú sem var tekin deginum áður því menn voru ennþá með strengi eftir ferðina ógurlegu, ég veit samt ekki hvort það að við skelltum okkur margir á ball á Riisbúð hafi eitthvað að gera með það en svona er þetta. Við allavega vorum við á 8 sleðum upp Kálfanesborgirnar og þaðan var keyrt um Ósdalin og framhjá Fitjum og niður í Staðardalinn beint á móti Stað. Þegar við vorum komnir niður í Staðardalinn þá var keyrt meðfram veginum að Bólstað þar sem við hittum Stökkkónginn Golla.
Eftir stutt stopp héldum við uppá Trékyllisheiði í leit að hengjum og stökkpöllum og þeir eru nú nokkrir þarna uppfrá. Nokkrum æfingum seinna var keyrt uppað skýli og þar var borðað nestið. Eftir mikla samningaviðræður þá komst hópurinn að því að það væri um að gera að renna okkur niður í Sunndal og taka stöðuna á honum Ölla, En á meðan við vorum að borða nestið okkar upp í skýli heyrðum við þessar þvílíku drunur og sprengingar uppúr dalnum, en þetta gat ekki verið neinn annar en hann Ölli Brekkuskelfir. Enda reyndist þetta rétt hjá okkur því þegar við komum niður að bústaðnum hans þá var hann að leggja í hlað á Skiddanum sínum. Ölli var sprækur sem lækur eins og venjulega og gerði bara grín af sleðakosti okkar, þannig að við ákváðum að sýna honum hvað við gætum. Við keyrðum uppí Goðdalshlíð (Valarborg) og þar voru teknar þvílíkar æfingar, eins og venjulega var hann Golli í fararbroti, enn hann Siggi þór tók samt eitt flottasta stökk sem við höfum séð, það skiptir engu máli hvort það var viljandi eða ekki því þetta var alveg glæsilega gert hjá honum og það er reyndar alveg ótrúlegt að hann hafi sloppið nokkuð heill úr þessu því hann stóð á haus á stýrinu á sleðanum sínum á meðan hann var á leiðinni niður hlíðinna. Eftir miklar æfingar og mikið mambó þá var stefnan tekin heim og eins og vanalega þegar við erum í ferð þá var tekin kappakstur heim sem enda með því að ég var klukkutíma og og korteri á undan þeim heim.
Í þessari ferð voru: Aggi, Atli, Veigar, Golli, Jón R, Smári, Ásgeir, Siggi Þ, Örvar.
Efitir þessar tvær ferðar hef ég fengið að kynnast sársauka sem ég vona að engin maður fá nokkurn tíman að kynnast, því harðsperrurnar sem ég er nú með eru líkt og það sé verið að slíta vöðvana úr mér hægt einn af einum.
Sunnudagurinn=Páskadagurinn
Þessi ferð byrjaði reyndar á föstudaginn, þið vitið þennan langa. Það fóru nefnilega nokkrir jeppar uppá jökul þann dag sem er kannski ekki frásögufærandi nema fyrir það að það varð að skilja einn jeppa eftir, og það var engin smá jeppi þar á ferð, þetta var nefnilega Kúlusúkkinn hans Guðmundar Björnssonar. Eitthvað kvef kom í súkkan í alveg blindþreifandibyl þarna uppfrá. Þeir sögðu mér að skyggnið hafi verið orðið svo slæmt að þeir voru hættir að sjá í rúðuþurkurnar á bílunum og til að bæta gráu ofan á svart þá var skafrenningurinn "bylurinn,,ekki lágrétt heldur lóðrétt. Já hann koma beint niður alveg eins og himnarnir væri að falla niður á þá. (persónulega verð ég að segja ykkur að ég er ekki alveg að kaupa það en ég segi þetta bara eins og mér var sagt frá þessu). Allavegana þá var bíllinn skilinn eftir og það lá beinast við að það þyrfti að senda Tröll til að ná í kvikyndið. Við lögðum af stað frá Steingrími um klukkan 15:00 og vegna mikillar ÍSÞOKU þá gekk þetta mjög hægt. Það var komin svo mikill klaki á hjálmana hjá okkur að það var farið að heyrast brak í hálsinum á okkur eftir 5 tíma ferðalag, en það er ekkert sem hálskragi lagar ekki á tveimur til þrem vikum. Eftir að við vorum búnir að keyra í svona þrjá hringi á jöklinum þá loks keyrðum við niður á súkkuna. Sem betur fer gekk vel að koma henni í gang og eftir stutt kaffistop var haldið heim á leið. Þar sem verki okkar Tröllana var lokið þarna uppfrá (það er að sýna þeim leiðinna) þá tókum við kappakstur niður á Steingrím og stungum þá á jeppunum af. Þetta ferðalag sem átti að taka svona sirka 2-3 tíma lengdist uppí 6 tíma, en allt fór þó vel og Súkkan fræga er komin inní skúr og verður þar vonandi næstu árin. Þess má nú kannski geta að ef hann Jósteinn hafi ekki haft GPS tæki þá værum við líklega þarna uppfrá að leyta að hverjum örðum ennþá.
Í þessari björgunarferð voru: Jósteinn, Diddi, Guðmundur Björns, Elli, og Aggi. Reyndar bættust þeir Eddi og Skúli við seinna. En það skiptir kannski ekki máli því þá var allt gamanið búið.
Þessi mynd er Páskamynd 2008

20.03.2008 11:21
Skírdagur

17.03.2008 19:32
Páskar
13.03.2008 22:38
PÁSKARNIR

10.03.2008 17:56
Ljósufjöll - pistill
Tröllin mættu á Snæfellsnesið um helgina til að láta ljós sitt skína. Menn fóru mis snemma af stað á föstudeginum, Golli og Siggi Þór lögðu af stað úr bænum klukkan 8 um morguninn, enda þurftu bæði þeir og Þröstur að keyra alla leið norður til að sækja sleðana og svo vestur að Saurum. Murphy var enn í jólafríi og því lítið annan hjá honum en að eyða síðastliðinni viku í að undirbúa sig fyrir helgina. Golli og Siggi Þór vorum mættir til Joð um sex leitið, Skyttan um kvöldmatarleytið, undirritaður um tíuleitið (eftir smá útsýnistúr í Hólminn) og Þröstur mætti á miðnætti. Menn eyddu kvöldinu í að skola niður ferðarykinu með nokkrum ísköldum og kennslumyndböndum, það sagði Golli!!! Klukkan eitt þótti mönnum kominn tími á svefn og var því rennt niður í Skjöld, félagsheimilið í sveitinni sem var heimili okkar Þrastar, Golla og Sigga Þórs um helgina. Þegar þangað var komið þá var annað hljóð í mönnum og því renndum við fjórmenningarnir okkur í Hólminn til að kíkja á pöbbana, Narfeyjarstofa varð fyrir valinu (enda ekkert annað opið). Þegar þangað kom var lifandi tónlist og þriggja manna partý. Gríðargóð stemmning eftir að við mættum á svæðið og ekki var verra að tvöfaldur Martini í klaka kostaði 500 kall. (Smá ábending til Sigga Þórs; þegar við sögðumst hafa ætlað að bragðbæta drykkinn hjá þér þá var það ekkert "að ætla" heldur "að gera" og var Þröstur rétt búinn að veiða lummuna upp úr glasinu þegar þú komst inn :) Renndum heim í koju þegar pöbbinn lokaði.
Mannskapurinn vaknaði um tíu á laugardagsmorgninum, brunaði í Hólminn til að kaupa benzol og svo var lagt af stað upp að Skarði. Þegar þangað var komið var nokkuð ljóst að við myndum ekki koma heima með mikið af myndum af náttúrufegurðinni en annað átti eftir að koma í ljós. Auk Tröllanna voru nokkrir heimamenn, Gunnar Ásgeir á Polaris RMK 800, Daníel á Polaris RMK 800, Steinar á Polaris 440, Þórður á Polaris Dragon 166" og ??? á Polaris XC 800.
Golli var greinilega uppveðraður eftir að hafa horft á myndböndin kvöldið áður, aðrar eins flugferðir höfum við ekki séð í vetur. Eitthvað held ég að líka að samanburðurinn við heimamanninn Gunnar Ásgeir hafi átt sinn þátt í þessu. Stór og mikil stökk sem tóku að lokum sinn toll af afturdempurunum. Seinnitímavandamál.
Skyggnið var ágætt meðan við vorum ekki að klifra beint upp á topp og því héldum við okkur niðri til að byrja með þreyfingum og brekkuleit. Eftir þó nokkurn akstur fram og til baka, upp á Ljósufjöllin, niður aftur og yfir á Vatnaleiðina og til baka. Kíktum þvi niður að Skarði til að taka létt kaffi. Þar bættust svo við bræðurnir Sævar og Hafþór, aka tourguides , báðri óku þeir á Polaris RMK 900 sleðum en gera það varla mikið meira eftir þennan dag. Við vorum rétt komnir inn að skíðaskálabrekkunni þegar annar bróðirinn kláraði reimina, var bara ánægður með að hafa komist 300 km á þessari reim. Stuttu síðar vorum við búnir að missa Gunnar Ásgeir út með brotna skíðisstífu (leiðréttið mig ef þetta heitir eitthvað annað) og átti Daníel eftir að lenda í sömu bilun á hinum rauða RMK-inum. Eftir að hafa fengið leiðsögn um fjöllin og dáðst að útsýninu í þokunni í nokkurn tíma fór að rofa til og við héldum þvi áfram í áttina að betra skyggni. Loks vorum við farnir að sjá hvert við stefndum og menn gáfu sér lausan tauminn með að tæta í brekkurnar og nóg var af þeim, það verður ekki af þeim tekið. Klukkan farin að ganga sex þegar valið stóð á milli þess að halda áfram á síðustu dropunum eða renna eftir meira benzol og taka annan rúnt um fjöllin. Vissulega var seinni kosturinn valinn og því lá leið okkar niður af fjalli og beina leið inn á Stykkishólm. Á leiðinni aftur upp í Skarð fór svo gírinn hjá hinum bróðurnum og þurfti að skilja þann sleða eftir á staðnum. Í fyrsta skipti sem undirritaður sá ?hlaup í dós?. Áfram var brunað og tekin góð keyrsla í gegnum Skarðið og upp í Ljósufjöllin. Fljótlega fór að skyggja enda komið vel inn í kvöldmatartíma. Áfram héldum við að krúsa, skoða fjalladýrðina og vissulega voru brekkurnar prófaðar hver á fætur annari. Á niðurleiðinni lenti einn heimamaðurinn í nokkrum ógöngum, Summi kokkur á Fimm Fiskum hafði bæst í hópinn á Lynx 800. Við vorum að fara niður nokkuð bratta brekku þegar hann byrjar að renna og á endanum rann hann yfir grjót, hann í loft upp og fór á höndunum yfir sleðann og lendir á bakinu á húddinu á sleðanum. Sleðinn tók svo byltu og húddið tók af. Eftir að Summi hafði náð sér var húddið benslað aftur á og lagt af stað. Lynxinn gat reyndar illa tekið vinstri beygju, enda Hólmarar ákaflega hægri sinnaðir. Raunum Summa var alls ekki lokið. Þegar við vorum komnir niður á veg var tekið beint stím inn að Saurum, Summi átti í mestu vandræðum með að halda sleðanum á veginum sem endaði með að sleðinn tók góðan hægri sveig og slædaði á vinstri hliðina út af veginum, út í kant og kastaði ökumanninum af ásamt því að taka eina byltu. Þar með var Summi búinn að fá nóg og lét sækja sig þaðan.
Heimkoma að Saurum var svo um hálf tíu og þá tók við eldamennska. Skyttan var reyndar varla stigin af sleðanum þegar hann var búinn að troða sig fulla af kótilettum. Við bræður vorum þeir einu sem höfðu komið með kjöt á grillið en vegna mikils vilja til að lifa lengur var ákveðið að notast ekki við grillið hjá Joð, við erum enn að leita að augnhárunum á Golla. Stjáni og Gunna veittu okkur því leyfi til að nota grillið sitt og var því steikinni torgað í seinna lagi eða um ellefu. Þegar allir voru búnir að borða og sturta sig var komin nokkur deyfð á mannskapinn, Skyttan hvarf fyrir miðnætti og Murphy beið spenntur eftir því að sofna yfir Inguló á grænum sjó. Við fjórmenningarnir á Skildi renndum því niður í félagsheimilið en á leiðinni magnaðist spennan í mannskapnum og var því ákveðið að smella sér á ball á Fimm Fiskum þar sem Eiríkur, úr Idol, og félagar léku fyrir dansi. Óhætt er að segja að það var nettur sveitafílingur á þessu, lítill kofi troðinn af fólki að syngja ?laður ? bandbrjálaður?. Ballið gekk vel en Golla gekk hins vegar ekki eins vel að kveikja á íþróttablysi eftir að balli var búið, einn heimamaðurinn var ekki að leyfa það sem endaði með því að Golli var rifinn í götuna og á endanum skallaður í kinnina. Skyrturnar hjá Golla og Sigga Þór biðu þess ekki bætur. Meðan allt var að róast sáum við Pattann hans Sigga Þórs renna í burtu, einhver ákveðin kona ákvað að prófa gripinn þar sem hann stóð í gangi, þar sem undirritaður var önnum kafinn við að passa upp á samferðamennina. Konan skilaði þó bílnum aftur nokkrum mínútum seinna en sagði að hún væri ekki ánægð með aksturseiginleikana. Þegar við vorum að fara leggja af stað heim á leið segist Þröstur vera búinn að redda okkur partíi, við beygðum því inn að einhverju raðhúsi þar sem Golli og Siggi Þór smelltu sér í pottinn ásamt nokkrum partígestum. Golli hélt að hann væri kominn í góðgætið en á endanum er það ekki vænlegt til ávinnings að reyna við vinkonu hækjunnar sem þú varst að nudda í sl. sumar. Áfram Golli. Eftir partíið var svo þrusað á Skjöld og beint í koju um sexleitið
Á sunnudeginum var ekkert skyggni til að fara á sleða auk þess sem partídýrin áttu ákaflega erfitt með að vakna. Upp úr þrjú var mannskapurinn búinn að gera sig til og reiðubúinn til heimferðar.
Takk fyrir góða helgi og næst eru það páskarnir á Ströndum.
Kveðja, Ljósmyndarinn