09.03.2008 19:14
Ljósufjöllin - foto and video
Tröllin eru flest komin heim eða á leiðinni, eftir skemtilega helgi langt frá heimaslóðum.
Það eru komnar inn myndir frá laugardeginum ásamt einhverjum myndböndum
Það kemur pistill um ferðina í kvöld eða í fyrramálið.
Annars þá erum við byrjaðir að safna saman vidoeum frá vetrinum og verðum náttúrulega að safna þanngað til að vetrinum verður slúttað. Bara frá þessari helgi (Ljósufjallar ferðinni) verða 5 video. Nokkuð góð myndskeið í allavegana lengd þ.e.a.s frá 1 1/2 min niður í 5 sec. Höldum áfram á þessari braut þetta er bara að verða betra.
Það eru komnar inn myndir frá laugardeginum ásamt einhverjum myndböndum
Það kemur pistill um ferðina í kvöld eða í fyrramálið.
Annars þá erum við byrjaðir að safna saman vidoeum frá vetrinum og verðum náttúrulega að safna þanngað til að vetrinum verður slúttað. Bara frá þessari helgi (Ljósufjallar ferðinni) verða 5 video. Nokkuð góð myndskeið í allavegana lengd þ.e.a.s frá 1 1/2 min niður í 5 sec. Höldum áfram á þessari braut þetta er bara að verða betra.
06.03.2008 18:30
JÁ TRÖLL NÚ ER ÞAÐ LJÓSUFJÖLLIN
já nú er 1 dagur í ljósufjöllin,þeir sem ætla að koma skifið nafnið ykkar á athugasemdir fyrir neðan.
það verðu bara gaman!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
það verðu bara gaman!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
02.03.2008 15:42
Þreytt tröll á ferð
Eftir að hafa skolað niður nokkrum misjafnlega gáfulegum drykkjum á Góunni og eftir að hafa sýnt heimamönnum hvernig maður dansar til að gleyma, þá var ekki laust við að það vottaði fyrir þreytu.
Við renndum upp á Þiðriksvallavatn en tíminn þar fór mest í að þeysa um vatnið endilangt þar sem lítill snjór var í brekkunum í kring. Við fórum því beinustu leið yfir á Kálfanesið, kannski ekki beinustu leið en það var greinilega ekki meiri afgangur í mönnum en það að við vorum komnir heim um þrjú.
ps. dansskóli Edda auglýsir danskennslu í Ljósufjöllum helgina 8.-9. mars nk. Áhugasamir vinsamlegast skrái sig.
Við renndum upp á Þiðriksvallavatn en tíminn þar fór mest í að þeysa um vatnið endilangt þar sem lítill snjór var í brekkunum í kring. Við fórum því beinustu leið yfir á Kálfanesið, kannski ekki beinustu leið en það var greinilega ekki meiri afgangur í mönnum en það að við vorum komnir heim um þrjú.
ps. dansskóli Edda auglýsir danskennslu í Ljósufjöllum helgina 8.-9. mars nk. Áhugasamir vinsamlegast skrái sig.
02.03.2008 15:04
Ljósufjöllin framundan hjá Tröllunum

Já nú er að líða að ljósufjalla ferð tröllana og langar mig að biðja alla sem ætla að fara, um að skrifa koment fyrir neðan,þeir/þau ykkar sem vantar gistingu verður svefnpokaplás á skildi(það er félagsheimilið)þar ættlum við að grilla og koma saman á laugardagskvöld,Ég legg til að hver komi með fyrir sig á grillið,enn endilega seigið ykkar skoðun!!! það kostar 2000kr gisting fyrir föstudagskvöldið og laugardaskvöldið.sem er ekki mikið,það er orðið mjög vinsælt hjá hópum að fara í ljósufjöllin,það verður að hafa það í huga að veðrið þarf að spila með enn við vonum að það verði gott veður,þeir sem ættla að koma með skráið ykkur hjá nonna,í síma:8631546.ef það eru eitthverjir/ar fyrir utan tröllahópinn sem langar að koma með hafið þá samband við nonna.þetta verður án efa ógleimanleg ferð,TAKK FYRIR.(svo er bara að vona að góða veðrið verði með)
Skrifað af nonna
01.03.2008 18:43
ágætt færi flott veður í Ljósufjöllum!!!!

Þarna sjáið þið tæki sem henta mönnum á sjúkralistanum!!!!!!!
Skrifað af Benný
01.03.2008 16:39
Tröll að leik
Við mættum nokkur tröll saman til að gera þennan laugardag að alvöru leikdegi. Byrjuðum í brautinni hans Edda við Fyllingu og svo kíktum við upp á Kálfanesið og fundum þar nokkrar hengjur og kvosir.
Setti inn nokkrar myndir og tvö vídeó
Skyggnið var ekki upp á marga fiska en hvað kemur það okkur við?

Setti inn nokkrar myndir og tvö vídeó
Skyggnið var ekki upp á marga fiska en hvað kemur það okkur við?
28.02.2008 21:40
formulan
liðstjórinn er að byrja ég er búin að stofna strandatrollin kíkja á liðstjóran!!!!!!!!!
25.02.2008 23:18
öryggisbúnaður
mig langar að byðja alla sleðamenn að huga að öryggisbúnaði þar sem ég lenti í slysi í gær og sá ég hvað öryggisbúnaðurinn er mikilvægur, en ef ég hefði ekki verið í brynju og hjálm þá hefði ég ekki þurft að hugsa meir um sleðamensku því sleðinn endastakst fór í loftið og afturstuðarinn barði mig í brynguna og hefði ég sennilega farið mjög illa.þess veggna byð ég ykkur öll að fá ykkur BRYNJUR, þetta kostar 3-4 bensíntanka, þetta er engin spurning, veit að þetta fæst hjá Skúla uppí Stormi S:5771717 á góðu verði!!
Skrifað af nonni kr
25.02.2008 20:41
Svikamylla
Þetta er alveg ótrúlegt, merkilegt! nei alveg Stórmerkilegt, þetta er alveg lygilegt ENN SATT. Já ég fékk bréf hér rétt áðan frá Spæjara Munda og ég er alveg steinhissa. Ég var reyndar svo hissa að ég þurfti að fá álit hjá sérlega ráðgjafanum um þessa mynd. Þessi umrædda mynd er af þremur allra hörðustu Polaris mönnum í Tröllahópnum og eru þeir í Artic Cat kennslu. JÁ þið heyrðuð rétt. Það sést greinilega að þetta eru okkar menn þarna og það hefur ekki verið fiktað á neinn hátt við þessa mynd. S,R getur vottað það. Dæmið sjálfir

P.s Nonni farðu varlega meðan þú ert á Sjúkralistanum

P.s Nonni farðu varlega meðan þú ert á Sjúkralistanum
24.02.2008 22:01
Ferðasaga frá RVK
Sælir, þar sem Norðanmenninir hafa ekki náð að æla útúr sér ferðasögu þá skal ég deila minni. Ég fór nefnilega smá túr hérna fyrir sunnan.
Sunnudagstúr að Skjaldbreið og um Hlöðuvelli Við lögðum af stað um kl 11 og brunuðum beint uppá Hellisheiði en þar var ekki nægur snjór þannig að við köstuðum okkur yfir á Þingvelli. Tókum sleðana af kerrunni hjá einhverjum afleggjara þar sem voru svona sirka 30 aðrir bílar með sleðakerrur. Því næst lá leiðin upp að vörðunni Bragabót sem er í Gjábakkahrauni (upp af Lyngdalsheiðinni). (Við vorum tveir þarna í smá tíma þ.e.a.s ég Aggi og vinnufélagi minn Villi, ég var náttúrulega á Köttinum, en hann Villi var á Ski-Doo MXZ 800 "Blair Morgan,,) Eftir nokkrar mínútur varð allt fullt af sleðum þarna, alveg frá 80 módel af Ski-Doo uppí glænýja sleða. Það eru nokkuð skemmtilegar brekkur þarna en hefði mátt vera betra færi. Ég held samt að hápunkturinn á ferðinni hafi verið að sjá björgunarsveitar snjóbíl pompa ofan í vök, það var nefnilega nokkuð skondið að sjá þá spila sig uppúr vökinni (miklar æfingar en allt fór vel held ég). Ég er ekki alveg að fatta hvað við erum að kvarta um að við þurfum að keyra langt til að komast á sleða þ.e.a.s uppá Steingrím, því ef maður ætlar að skella sér á sleða hér í RVK þá þarf maður að keyra í 45 mín. OG HANANÚ
Sunnudagstúr að Skjaldbreið og um Hlöðuvelli Við lögðum af stað um kl 11 og brunuðum beint uppá Hellisheiði en þar var ekki nægur snjór þannig að við köstuðum okkur yfir á Þingvelli. Tókum sleðana af kerrunni hjá einhverjum afleggjara þar sem voru svona sirka 30 aðrir bílar með sleðakerrur. Því næst lá leiðin upp að vörðunni Bragabót sem er í Gjábakkahrauni (upp af Lyngdalsheiðinni). (Við vorum tveir þarna í smá tíma þ.e.a.s ég Aggi og vinnufélagi minn Villi, ég var náttúrulega á Köttinum, en hann Villi var á Ski-Doo MXZ 800 "Blair Morgan,,) Eftir nokkrar mínútur varð allt fullt af sleðum þarna, alveg frá 80 módel af Ski-Doo uppí glænýja sleða. Það eru nokkuð skemmtilegar brekkur þarna en hefði mátt vera betra færi. Ég held samt að hápunkturinn á ferðinni hafi verið að sjá björgunarsveitar snjóbíl pompa ofan í vök, það var nefnilega nokkuð skondið að sjá þá spila sig uppúr vökinni (miklar æfingar en allt fór vel held ég). Ég er ekki alveg að fatta hvað við erum að kvarta um að við þurfum að keyra langt til að komast á sleða þ.e.a.s uppá Steingrím, því ef maður ætlar að skella sér á sleða hér í RVK þá þarf maður að keyra í 45 mín. OG HANANÚ
Skrifað af Agga
22.02.2008 15:54
Drottinn Guð blessi föstudaga
Þá er það helgin 22-24 feb. Það verður einhver slatti af Tröllum sem ætla að fara á fjöll um helgina, sem er svosem ekkert nýtt, nema hvað að síðustu helgar hafa menn annað hvort gleymt myndavélum eða ekki nennt að taka þær uppúr vasanum. Þetta er náttúrulega algjört RUGL, og það er bara til skammar að það þurfi að fara á aðrar netsíður til að sjá myndir af Tröllum að leik. Ef Nonni (Tröll) á berginu hefði ekki verið svona duglegur um síðustu helgar að taka myndir af ykkur þá hefðuð þið ekki haft neinar sannanir nema einhverjar bensínnótur SEM ERU EKKI TEKNAR MEÐ. Það er því eins gott að fá myndir frá einhverjum um þessa helgi..
17.02.2008 16:05
Spurning?
Hvernig væri segja okkur hinum frá hvernig síðustu dagar hafa verið. Ég veit að Skyttan hefur verið að taka á inniköttinum en meira hef ég ekki heyrt. Við verðum að hafa svona hluti á hreinu, þ.e.a.s vita hvernig snjólög eru.
Annars er það annað mál sem ég ætla að bera undir Tröllin. Okkur hefur nefnilega boðist skemma til leigu á Hólmavík. Þetta er skemman hjá Vegagerðinni, ég veit ekki alveg hvað hún er stór en það er hægt að koma helling af sleðum inní hana. Gæti komið sér vel fyrir einhverja því það hafa ekki allir aðstöðu til að geyma sleðana eða annan búnað sem fylgir þessu batteríi inní húsi. Það er um að gera að skoða þetta, því ef það eru nokkrir sem taka þetta þá er hægt að hafa þarna pláss fyrir "sirka 2000 kr,, á mánuði, jafnvel lærra, fer allt eftir fjölda
Endilega tjáið ykkur um þetta
Annars er það annað mál sem ég ætla að bera undir Tröllin. Okkur hefur nefnilega boðist skemma til leigu á Hólmavík. Þetta er skemman hjá Vegagerðinni, ég veit ekki alveg hvað hún er stór en það er hægt að koma helling af sleðum inní hana. Gæti komið sér vel fyrir einhverja því það hafa ekki allir aðstöðu til að geyma sleðana eða annan búnað sem fylgir þessu batteríi inní húsi. Það er um að gera að skoða þetta, því ef það eru nokkrir sem taka þetta þá er hægt að hafa þarna pláss fyrir "sirka 2000 kr,, á mánuði, jafnvel lærra, fer allt eftir fjölda
Endilega tjáið ykkur um þetta
Skrifað af Agga
13.02.2008 21:07
Kæra dagbók
Hvernig er það ætlar hópurinn að skunda uppá fjöll um helgina. Hvað á að gera?
Sjálfur ætla ég (Aggi) að kanna nýjar slóðir.
Jamm Kötturinn er komin í borg óttans og það á að kanna aðstæður, það á nefnilega að kenna þessum malbikskjúklingum hvernig alvöru Tröll taka á sleðum, sem endar væntanlega með einhverju slysi.
Það er greinilega hugur í mönnum að fara í Ljósufjöllin enda verður það örugglega ekkert annað enn snilld. Það er um að gera að prófa nýja staði og bera boðskapinn.
Tröllamiðarnir ruku út eins og kaldir bjórar á Café Riis. En það er þó hægt að kaupa litla miða ennþá.
Kýlum á þetta.
Sjálfur ætla ég (Aggi) að kanna nýjar slóðir.
Jamm Kötturinn er komin í borg óttans og það á að kanna aðstæður, það á nefnilega að kenna þessum malbikskjúklingum hvernig alvöru Tröll taka á sleðum, sem endar væntanlega með einhverju slysi.
Það er greinilega hugur í mönnum að fara í Ljósufjöllin enda verður það örugglega ekkert annað enn snilld. Það er um að gera að prófa nýja staði og bera boðskapinn.
Tröllamiðarnir ruku út eins og kaldir bjórar á Café Riis. En það er þó hægt að kaupa litla miða ennþá.
Kýlum á þetta.
Skrifað af Agga
10.02.2008 13:07
Er að reyna að skipuleggja ferð í Ljósufjöll
Jæja nú förum við að skipuleggja ferðir þar sem á daginn er farið að lengja, vil ég(nonni)bjóða ykkur að koma í Ljósufjöllin 7mars til 9mars ef veður leyfir.Við höfum til afnota sal og gistingu, fyrir þá sem vilja. Við reynum að sleða um daginn og grilla um kvöldið. Svo höfum við góða skapið og reynum að hafa gaman. Það væri fínt ef þeir sem hafa áhuga að koma skráI nafnið sit á komentin fyrir neðan. Það væri bara gaman ef fleiri sleðamenn/konur sem eru að lesa síðuna okkar, langar að koma með að láta vita í gegnum komentin. Ég myndi vilja að þeir sem ætla að koma (ef veðurspá verður góð)að skrá sig því þá getum við skipulagt hvað við viljum gera. einnig hverjir þurfi gistingu og slíkt.
Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1392
Gestir í gær: 313
Samtals flettingar: 63113
Samtals gestir: 7073
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:56:06