26.01.2012 07:30
Óveður
22.01.2012 19:05
Smá skrepp í Kálvanesfjall og Ósdal
það koma fleiri myndir og myndbönd af þeim deigi síðar það var allt vitlaust á tíma púnti
08.01.2012 13:14
Ferð Til Djúpavík
Fórum í gær norður í Djúpavík í kaffi og Sögustund hjá Evu og Ása Takk Kærlega fyrir það, lögðum á stað frá Sjoppunni pikkuðum Jón með á Hróbergi, færið var bara gott má passa sig á stökustað á steinum sem er grunt á, keirðum 115 km bara þræl skemtilegur túr í flest alla staði Fleyri myndir í Myndaalbúm
30.12.2011 12:44
Fórum að leika upp á Ósdal

23.12.2011 22:53
Bráðum koma blessuð Jólin
nr.1 Tröllin óska ÖLLUM Gleðilegra Jóla.
nr.2 Óli Tryggva er búin að söðla um og kom kisunni á kattholt, og fékk sér skidda í staðinn (Veit ekki kallinn minn)
nr.3 Skyttan hefur selt Köttinn sinn. 1000, kallinn var afhentur á Þorláksmessu og hef ég heyrt að Jólunum hefur verið frestað á Skólabraut, í stað verður kyrrðar stund alla helgina + fasta, Norður korea hvað.
nr.4 Jólinn verður hins vegar haldinn MJÖG hátíðleg á götunni fyrir neðan Skólabraut því 1000 kötturinn fór frá Ella til Barkar, Börkur þurfti að (pung/tippa) pening-hönd-auga-tá og einn jaxl en gerði samt frábær kaup af hans sögn.
nr.5 Pollinn hans Barkar fór til Bjarka Einars og líkar vel.
Tröllinn munu senda út fréttatilkynningu bráðlega um gríðarlegar hugmyndir og breytingar á síðunni, þetta er í vinnslu og enn er of snemmt að segja frá því samningar standa yfir.
23.10.2011 20:09
5 ára Afmæli
Þar sem núna er alveg að koma að 5 ára afmæli Tröllannan þá langar mig til að skrifa aðeins um þennan glæsilega hóp sem við ætlum að hressa við í vetur.
Strandatröllin voru stofnuð 28-10-2006 og var fyrst ætlað sem geymsla fyrir myndir af ferðum okkar á Ströndum. Það er svo sannarlega það en vatt þokkalega mikið upp á sig. Strax árið 2006 fóru menn að vilja vera með í þessu og þá varð "hópurinn" til. Hópurinn hefur stækkað og minnkað eftir hvernig menn eru í þessu, enda hefur það verið regla að þeir sem eiga sleða meiga vera í hópnum, en þótt menn seldu sleðanan og tóku sér frí frá sportinu þá vildu menn halda áfram í félagsskapnum og þá var "frystirinn" til, þar geimum við menn sem eru í fríi.
Síðan og allt sem við kemur hópnum hefur verið gert í sjálfboði, það hefur heldur aldrei verið mikill peningur í þessu nema kannski kostnaður við að greiða síðuna og auka geymslumagn.
Fyrstu árin var þessu bara reddað en við fórum svo að hanna og selja flíkur, límmiða og annan varning til að kosta síðuna. Jú við höfðum ársgjald einn veturinn en það gekk svo vel að við getum rekið síðuna allavegana tvær vertíðir í viðbót án þess að þurfa selja fleiri flíkur, enda held ég að næst á dagskrá séu nærbuxur með Tröllamyndinni að framan.
Við höfum alltaf verið háðir Veðri og snjóalögum og það síðarnefnda hefur ekki alltaf verið okkur hliðholt, Sumar tíðir hafa verið svo slæmar að við höfum varla komist á bak,svo hafa komið góðir tímar þar sem við höfum getað keyrt upp frá sjoppunni heima. Þetta er eins og gengur og gerist í þessu sporti en við getum samt sagt stoltir að við lifðum hrunið af og gott betur kom klúbburinn sterkari úr hruninu.
Það hefur ótrúlega mikið komið útúr þessum félagsskap og mikið verið gert, það er stefnan að halda gjöfinni í sömu stöðu eða bæta örlítið við ef eitthvað er, við ætlum að taka nokkuð vel á því í vetur og vonandi verður snjórinn með okkur í liði, ef ekki þá verða höfuðstöðvar Tröllanna fluttar í Norðurfjörð þar sem alltaf er snjór.
Bara til gamans þá tók ég saman nokkrar staðreyndir um síðuna okkar og hér eru þær.
Ef Strandatröllin eru "googluð" google.is þá koma 102,000 hits, sem bæði við höfum skrifað eða einhver skrifað um okkur, m,a ein grein úr mbl.is
Þegar þessi grein var skrifuð þá voru 86.441 heimsóknir á síðuna sem verður að teljast nokkuð gott þar sem þetta er Snjósleðasíða.
Það hafa verið 286.932 flettingar á síðunni.
Það eru 107 sleðar skráðir á hópinn, þ.e.a.s það sem menn hafa átt og eiga.
Inná síðunni eru 4.588 myndir sem við höfum tekið eða birt á síðunni.
Einnig á síðunni er 71 myndband af okkur að leika okkur ásamt 3 myndböndum á Hrollur.is
Það hefði verið flott að eiga staðreyndir um Kílómetrafjölda sem við höfum ekið síðan Tröllin voru stofnuð, eða þá bensínlítra, nei kannski ekki bensín lítra.
Það hafa margir komið að þessum hóp og tekið mikinn þátt í þessu enda væri þetta ekki hægt án þess að menn myndu sameinast í þessu, ég veit að það hefur verið örlítil lægð yfir þessu en það er kannski ekkert skrítið þar sem síðustu vetrar hafa ekki verið nógu góðir og Ísland fór nærri á hausinn. Einnig hefur umferðin flust þónokkuð yfir á Facebook þar sem við höldum saman hópinn.
En þessi klúbbur er enn að slíta barnsskónum og við getum ekki beðið eftir gjelgjuskeiðinu.
MBK
Agnar.
22.10.2011 01:01
Stóra afmælisgjöfin
Til hamingju með daginn Danni og nýja sleðann
22.10.2011 00:53
Heirst Hefur Td:
Staðreind er að veturinn fer að koma!!!
'OFÆRT Á Þoskafjarðarheiði samkvæmt vef Vegagerðarinnar
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/vestfirdir/vestfj1.html
Fleira er Td að
Heirst hefur að Danni sé að koma sterkur inn í komandi vetur með nýtt leikfang sem er af gerðinni Polaris RMK 900 151" svaka græja þar á ferð
Eing er skúra vinna í gangi hjá Veigari setja á sleðan gps og fleira grams
Og endilega seigið frá eitt hverju hugmindum eða breytingum ef þið eruð að vinna í skúronum
18.10.2011 13:34
Hvernig leggst veturinn í mannskapinn?
04.05.2011 17:02
Myndir
20.04.2011 21:50
Lentum í svaka færi á þriðjudag
Þriðjudagurinn 19.04.11 fórum við í smá ferð og að leika okkur á Steingrímsfjarðarheiði og Norðdalnum.
Það voru Eddi Kr, Nonni, Benny, Kristján Páll, Andri og Börkur þetta varð skemtilegur dagur í Glaða sólskyni, logni og rosalega flottu færi, það er óhætt að segja að það sé allveg HELLINGUR af SNJÓ á heiðinni.
Nú í kvöld fórum við Eddi Kr, Veigar og Nonni í smá skrepp á Kálfanesfjallið til að taka hrollinn úr Pollanum hjá Veigari og reindist allt bara vera með feldu svo nú setjum við Tröllin bara í Páskagír
ATH Nýjar myndir og video
17.04.2011 12:23
Páskar
Ökumenn í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði
Ökumenn á fólksbílum eru farnir að lenda í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði og er björgunarsveitin Dagrenning á leið upp á heiði til aðstoðar ökumönnum. Farið er að draga í skafla og skyggni lélegt.http://www.visir.is/okumenn-i-vandraedum-a-steingrimsfjardarheidi/article/2011110419137
Það ætti að vera gott færi á Gríminum um Páskahelgina, vona bara að veðrið verði skaplegt fyrir almennilega ferð..
Annars hefur verið mjög rólegt á síðunni nú uppá síðkastið, en það er nú bara útaf því að umræðan hefur færst mikið inná Facebook, það er ekki þannig að ekkert hefur verið að gerast, við ætlum nú samt að setja myndir af ferðum áfram inn á 123 síðuna..
Þeir sem vilja geta einnig gerst vinir okkar á Facebook og fylgst með plönum okkar og tekið þátt í umræðum þar á Strandatröllin.
Grímur í morgun.
piffff
31.03.2011 22:51
Polaris Ferð
Endilega commenta hverjir ætla að fara með í ferðina Eins og áður hefur komið fram er Polaris ferðin fyrirhuguð helgina 15. - 17. apríl næstkomandi
Farið verður í Landmannalaugar
Gistigjald verður félagsverð FÍ
Flott veisla verður á laugardagskvöldinu í boði Polarisumboðsins
Allir velkomnir
ATH. Þú þarft að panta gistipláss hjá Steina í Stormi, steini@stormur.is því fjöldinn er takmarkaður eins og alltaf.
Einnig geturðu sent pöntun á Þór tor@vortex.is
Svo er bara drifa í að panta sem fyrst.
( Fyrir þá sem ekki eru með þetta allt á hreinu eða vantar frekari upplýsingar geta þeir hringt í Þór í síma: 820 3227 - einnig í Steina í Stormi í síma 557 1514 )
Með kveðju,
og Polarisklúbburinn
12.03.2011 07:48
Sleðadagur
Núna vantar ekki snjóinn, Hópurinn verður væntanlega allur uppá fjöllum í dag,
Það er skipun til þeirra sem ætla uppá í dag að skila inn skýrslu og fjölda mynda sem hreyfimynda af ferðunum.
Ég veit til þess að Skyttann (Elli) og Gunni Kalli ( 1000-kallinn) fóru af stað ásamt fleirum frá Laugarvatni í bítið myndi giska á milli 04:00 og 04:07, og Danni fer fyrir myndarlegum hópi frá Hólmarvík seinna.
Annars er það að frétta að Veigar er kominn í einhverjar breytingar á sleða flota sínum, Er búinn að bæta við í flotan og segist hvergi nærri hættur, finnst líklegt að niðurstaðan verði eitthvað í þessa áttina (sjá myndina)
Getið einnig séð myndband af þessum BigMac M1000 hér
http://www.youtube.com/watch?v=Getrkultck0
Jú lífið er kviknað í honum Smára, og er það orðið svo slæmt að Lexi er að íhuga nálgunarbann á hann því hann gerir víst lítið annað en að skoða,spá og bjóða í sleða.