22.09.2010 08:30
Setti saman lítið & skemtilegt Myndband frá Ósdal
Það heitir EddiKr og Elli og Danni
18.09.2010 00:35
Staðan
Það kom nokkuð vel í ljós eftir að við tókum ársgjaldið upp hverjir vilja halda þessum hópi saman þó að það sé nú ekki fyrir annað en að halda í það gamla, því margir borguðu ársgjaldið þó þeir ættu ekki sleða og hafa ekki átt sleða í mörg ár. Þessi klúbbur er orðin þokkalega vel skipaður eftir breytingar, bæði með sleðamönnum og velunurum.
Þó að veturnir verða lélegir þá höfum við alltaf slúttið sem hefur reynst fjandi góð ástæða til að detta í það og borða góðan mat.
Eftir breytingar þá verður þetta ekki bara sleðaklúbbur heldur klúbbur sem samstendur af mönnum sem hafa gaman af því að ferðast um Strandir á veturnar, og vill sýna fólki að Strandirnar okkar eru ekki bara Gullfallegar á sumrinn heldur líka á veturnar.
En allavegana þá hristum við upp í hópnum og skiljum aðeins rjóman eftir, þetta gerist á næstu dögum þannig að það verður hægt að fara skipuleggja komandi vetur af einhverju ráði.
Mbk
Aggi
22.08.2010 00:13
Tröll
Það er orðið þónokkuð síðan ég setti eitthvað hér inn sökum sumarleyfis, Auðvitað þurfa Tröll líka að fá sumarfrí.
Sumar er af hinu ílla og þar eru flestir heilvita menn sammála, og teljum við líkt og allir sannir sleðamenn dagana þar til það fer aftur að snjóa. Ég hef eytt of miklum tíma í það að bölva síðasta vetri vegna snjóleysis og ætla ekki að tala um það, heldur ætla ég að hugsa kuldalega til næsta veturs.
Þótt veturinn hafi verið okkur tröllunum erfiður þá erum við ekki af sleðasætinu dottnir, við höldum ótrauðir áfram og blásum í ef við þurfum.
Síðast þegar við hittumst var á Slúttinu og heppnaðist það nú bara nokkuð vel, allavegana var fín mæting, maturinn góður og menn nokkuð brattir. á þessu slútti var ekki bara drukkið því þar var ákveðið hvernig Tröllin ætla að tækla næstu ár. Margt var planað og sumt af því kemur til með að detta inn á næstu mánuðum. Það fyrsta sem kemur til framkvæmdar er ársgjald sem var ákveðið 1000 kr.
Jú 1000 kr er ekki stór upphæð en þetta er temmileg upphæð því tröllin skulda hvorki íslenskt né erlent lán og þurfa því ekki að standa í skil á neinu bulli. Þessi félagskapur var heldur ekki stofnaður til þess að græða eða safna pening. þetta er fyrst og fremst félag manna sem hafa áhuga á sleðasporti og hafa gaman af því að keyra um þessa stórkostlegu náttúru sem við Strandamenn eigum (Sem alltof fáir fá að njóta á veturnar).
En að halda úti þessari síðu kostar pening og það er einmitt það sem við ætlum að tækla með því að rukka ársgjald. Öll önnur vinna sem fer í tröllin er unnin í sjálboðavinnu og verður þannig áfram. Ef einhver afgangur er eftir að ársgjaldið hefur verið greitt þá verður það inná bókinni þangað til við höfum í sameiningu ákveðið hvað skal gera við hann (það er s,s alltaf eitthvað í gangi, húfur,fánar, límmiðar og m,f,l)
En allavegana þá verður héðan í frá ársgjald í þennan klúbb og það er 1000 kr. Það verða ekki sendir út neinir seðlar heldur verður hér gefið upp reikningnúmer á Tröllareikningnum, og miðast við að menn verði búnir að borga fyrir 1 sept. Ef menn vilja taka þátt í þessum klúbbi og halda áfram að þróa og styrkja hann þá borga þeir gjaldið. Ef ekki þá bara að sleppa því og detta þar með út.
Ég vill taka það fram að menn þurfa ekki að eiga sleða til að vera í klúbbnum því menn taka sér smá frí eða detta út í einhvern tíma. (Ef það væri ekki þá væri ég t,d dottin út).
Hér er reikningsnúmerið og kennitalan.
RN: 0117-05-069285 KT: 190882-5359
Þegar þið borgið skal annað hvort láta Agga eða Ella vita eða skrifa í útskýringu nafn á viðkomandi sem er að borga ársgjald.
10.07.2010 23:18
Tröll
Það er orðið þónokkuð síðan ég setti eitthvað hér inn sökum sumarleyfis, Auðvitað þurfa Tröll líka að fá sumarfrí.
Sumar er af hinu ílla og þar eru flestir heilvita menn sammála, og teljum við líkt og allir sannir sleðamenn dagana þar til það fer aftur að snjóa. Ég hef eytt of miklum tíma í það að bölva síðasta vetri vegna snjóleysis og ætla ekki að tala um það, heldur ætla ég að hugsa kuldalega til næsta veturs.
Þótt veturinn hafi verið okkur tröllunum erfiður þá erum við ekki af sleðasætinu dottnir, við höldum ótrauðir áfram og blásum í ef við þurfum.
Síðast þegar við hittumst var á Slúttinu og heppnaðist það nú bara nokkuð vel, allavegana var fín mæting, maturinn góður og menn nokkuð brattir. á þessu slútti var ekki bara drukkið því þar var ákveðið hvernig Tröllin ætla að tækla næstu ár. Margt var planað og sumt af því kemur til með að detta inn á næstu mánuðum. Það fyrsta sem kemur til framkvæmdar er ársgjald sem var ákveðið 1000 kr.
Jú 1000 kr er ekki stór upphæð en þetta er temmileg upphæð því tröllin skulda hvorki íslenskt né erlent lán og þurfa því ekki að standa í skil á neinu bulli. Þessi félagskapur var heldur ekki stofnaður til þess að græða eða safna pening. þetta er fyrst og fremst félag manna sem hafa áhuga á sleðasporti og hafa gaman af því að keyra um þessa stórkostlegu náttúru sem við Strandamenn eigum (Sem alltof fáir fá að njóta á veturnar).
En að halda úti þessari síðu kostar pening og það er einmitt það sem við ætlum að tækla með því að rukka ársgjald. Öll önnur vinna sem fer í tröllin er unnin í sjálboðavinnu og verður þannig áfram. Ef einhver afgangur er eftir að ársgjaldið hefur verið greitt þá verður það inná bókinni þangað til við höfum í sameiningu ákveðið hvað skal gera við hann (það er s,s alltaf eitthvað í gangi, húfur,fánar, límmiðar og m,f,l)
En allavegana þá verður héðan í frá ársgjald í þennan klúbb og það er 1000 kr. Það verða ekki sendir út neinir seðlar heldur verður hér gefið upp reikningnúmer á Tröllareikningnum, og miðast við að menn verði búnir að borga fyrir 1 sept. Ef menn vilja taka þátt í þessum klúbbi og halda áfram að þróa og styrkja hann þá borga þeir gjaldið. Ef ekki þá bara að sleppa því og detta þar með út.
Ég vill taka það fram að menn þurfa ekki að eiga sleða til að vera í klúbbnum því menn taka sér smá frí eða detta út í einhvern tíma. (Ef það væri ekki þá væri ég t,d dottin út).
Hér er reikningsnúmerið og kennitalan.
RN: 0117-05-069285 KT: 190882-5359
Þegar þið borgið skal annað hvort láta Agga eða Ella vita eða skrifa í útskýringu nafn á viðkomandi sem er að borga ársgjald.
21.05.2010 13:51
Gaman
þá verður að slútta þessum andskotans vetri almennilega, og það er einmitt okkar plan
Í kvöld á CAFÉ RIIS verður hið árlega slútt haldið.
Þetta er þriðja vorið í röð sem klúbburinn hittist og slúttar vetrinum og hefur niðurtalningu í þann næsta.
Bára Karlsdóttir mun sjá um veitingar eins og alltaf hjá okkur enda, sættum við okkur ekkert við neitt slor,
líkt og í hinum slúttunum þá verður sýnd ný mynd, þ.e.a.s samansafn af ferðum okkar frá liðnum vetri, bæði í video-um og ljósmyndum. Þótt Tröllin hafi verið mjög róleg í vetur vegna snjóleysis þá voru einhverjar myndir teknar. (Bara meiri áskorun fyrir klipparann). Er ekkiu viss hvort þessi mynd verður sett á netið líkt og hinar þrjár, það verður bara að koma í ljós.
16.05.2010 22:36
Slúttið
Ég (AGGI) er í hellvítis veseni, ég get ómögulega mætt á slúttið 29 maí. Ég svo sem þarf ekkert endilega að vera á staðnum en mér þætti það verra að missa af slúttinu, En ég spyr hvort það er einhver möguleiki að flýta eða seinka slúttinu, plús mínus viku annað hvort 22 maí eða 5 júní. 22 maí er hvítasunnuhelgin og ég held að það verði helling af mannskap heima + þá verður einhver trúbador á Riis.
Menn verða bara að ákveða það hvort þeir vilja þetta og segja mér í tíma, ég set saman einhven pakka hvort sem slúttið verður haldið 22 Maí-29 Maí eða 5 Juní.
Þetta er náttúrulega bölvuð frekja í mér að biðja um þetta. en hvað segiði
15.05.2010 09:10
Slúttið verður 29 Maí
Já slúttið verður 29 maí næstkomandi. Það verður haldið á Café Riis eins og venja er og kemur Bára til með að sjá um veitingar,
Það er ekki enn búið að setja saman dagskrá en við finnum eitthvað efni til að sýna og gerum eitthvað skemtilegt.
Verð verður auglýst síðar þegar fjöldin er komin, það hefur hingað til verið stilt í hóf og ég sé enga breytingu á því núna.
Til að þetta geti tekist nokkuð vel þurfa menn að skrifa sig niður hér og staðfesta komu sína á þetta. Það er mjög mikilvægt að menn skrifi sig niður tímanlega. Og borgi svo rétt fyrir slúttið, en það kemur seinna.
08.05.2010 20:56
Slúttið
Jæja þá er komin tími til að negla niður helgi, ekki svo langur tími til stefnu.
Vinsamlegast að kjósa og vera snöggir að því.
Þegar það er búið að negla niður helgi þá set ég eitthvað prógram saman og tala við Riis lið.
Aggi
01.05.2010 00:30
Að vakna
(ARCTIC CAT ANONYMOUS) og samkvæmt þeirra ráðum átti ég að gleyma fyrra lífi og byrja uppá nýtt, það er að sjálfsögðu ekki hægt þegar maður er partur af svona hópi.
En það er einmitt málið, Ég ætla ekki að reyna lýsa því hve lélegur þessi vetur var fyrir sleðamanninn, hann var svo lélegur að við ættum að kalla þennan vetur "niðurgangsveturinn 09-10"
Allavegana þótt að þessi niðurgangsvetur hafi eyðilagt helling fyrir okkur þá held ég að það sé engin ástæða að sleppa því að slútta honum, Kannski er ástæðan fyrir því að hann var svo lélegur að við slúttuðum honum ekki nógu vel síðasta vor. Því spyr ég er almennur áhugi fyrir því að slútta kvikyndinu á RIIS-búð eins og síðustu ár. Það er eitt og annað sem við getum nátúrulega ekki gert, líkt og sýnt einhverja 5 mín, mynd frá vetrinum eða veitt verðlaun fyrir Stökkkóngin eða Kodak tröllið, en það er hægt að setja einhverja klippu saman því nóg er af gömlu efni,
Hvað segiði þá, Ég vil fá að vita hvort það sé áhugi fyrir þessu áður en ég fer að skipuleggja þetta.
Lyftum þessu upp....
AGGI CEO
15.04.2010 23:01
TRÖLLA SLÚTTIÐ??????
SUMARDAGURINN FYRSTI ER Á FIMMTUDAGINN NÆSTA ÞAÐ ER STÓR HELGI SPURNING AÐ SLÚTTA ÞESSUM HÖRMUNGAR VETRI(NÁNAST EKKERT VERIÐ FARIÐ Í VETUR)OG ÖRFÁAR MYNDIR TEKNAR.
ÞAÐ ERU NOKKRIR FRÁ KYNDLI AÐ FARA Á SLEÐA UM NÆSTU HELGI ÞAÐ ER SPURNING AÐ REYNA AÐ FARA EINA SLÚT FERÐ,HVAÐ FYNST YKKUR????????????
02.04.2010 16:40
Fór aftur á eldstöðvarnar
Fór aftur að skoða gosið og nú um kvöld,það voru um "15 þúsund manns" á gosstöðunum og ef það er til mauraþúfa þá var hún þarna, annað eins hefur aldrei sést á fjöllum þetta var í einu orði sagt stórkostlegt
29.03.2010 18:19
Stórkostleg ferð á enda
Þá er POLARISFERÐIN búin og stóð hún svo sannarlega undir væntingum. Eknir voru um 400km í brakandi sól og blíðu, svo var allt toppað á laugardeginum, fyrst Eldgosið og svo var svaka veisla í boði STORMS og þökkum við kærlega fyrir þessa flottu veislu, þar sem Skúli, Jón bergs og svo yfir kokkurin Ásdís (dóttir skúla) kokkuðu fram svakalega gott lambakjöt og tilheyrandi.
Menn eru mis klikkaðir eigandi myndarinar á forsíðu er norðanflug
15.03.2010 21:49
POLARIS FERÐIN
ALLIR SEM ÆTLA AÐ KOMA Í POLARISFERÐINA
VINSAMLEGA SKRÁ SIG TIL ÞESS AÐ "SKÚLI Í STORMI"
GETI PANTAÐ MAT FYRIR ALLA
POLARIS(STORMUR)SÉR UM VEISLUNA
ENN TIL ÞESS AÐ ÞAÐ GANGI ÞARF FÓLK AÐ SKRÁ SIG
ÞAÐ ER HÆGT AÐ SKRÁ SIG HJÁ ATLA Í STORMI.5771717 EÐA
HJÁ ÞÓR OSTENSEN. tor@vortex.is
strandatröll,allir sem ættla að koma með skrá sig þó að þið ættlið ekki að gista bara til að þeir sem eru að skipulegja ferðina,skemmtunina,og matin,viti hvað það eru margir sem koma.það verður mart sem kemur á óvart.
SVO ALLIR AÐ SKRÁ SIG SÍÐASTI SÉNS 18MARS
PS,það er verið að gæla við það að gera samhliða keppnisbraut ef það er áhugi?????það væri gaman.
02.03.2010 18:04
Eddi Kr, Elli og Danni kíktu og krossuðu allar brekkur frá Hólmavík og alla leið upp á Trékillish
Einnig fór fram æfing hjá ungu Tröllunum

Á eftir að setja fleiri myndir af deginum og er líka klippa til myndband
28.02.2010 17:52
Sunnudagur Til Útrásar Í Veður Blíðunni Á Hólmavík



Ps er að reina setja myndband líka