27.03.2009 15:06
Nýjar Myndir Úr Polarisferðinni í Ljósufjöll

22.03.2009 20:18
Fórum í Reykjafjörð.

En annars var þetta mjög góð ferð. Snjórinn full harður á köflum, en annars gott færi. Nóg af snjó ennþá fyrir norðan til að fara niður í firðina.
Myndir í albúmi.
22.03.2009 01:30
Ótitlað

Bolirnir munu kosta 2499 kr. En ef einhver slatti verður keyptur lækkar verðið. Þetta eru
Fruit of the Loom bolir með silkiprentun (Sama prentun og er á Jökkunum okkar) s.s góð gæði
Það verður hægt að velja um nokkra liti á bolunum.
Einnig verður núna hægt að fá boli fyrir Börn, ég veit meira um það á mánudaginn.
Þeir sem vilja boli, annað hvort commenta hér að neðan eða hafa samband við mig. Agnar.
17.03.2009 21:37
Skoðunarferð
Eddi og Óli kíktu á Steingrímsfjarðarheiði í dag því að myndavélin á heiðinni er búinn að vera biluð svo við tókum nokkrar myndir, er búinn að setja þær inn, en þegar við komum uppeftir var einmitt verið að gera við myndavélina
þetta er Snjóflóð rétt neðan við Kleppustaði
P.s er að bæta við myndum úr Polaris ferðinni hægt og bítandi
Einnig komnir nýjir bolir.
Myndir af þeim í albúmi
!!!ENDILEGA Tjá sig um Slúttið!!!
!!!ENDILEGA Tjá sig um Slúttið!!!
17.03.2009 12:45
Eini gallinn á síðasta slútti var að það mættu ekki nógu margir, Menn kvörtuðu helst yfir því að of naumur tími hafi verið frá því hvaða helgi var valinn og slúttið var haldið. Þess vegna er ég nú að gera þett núna. Við kjósum um hvaða helgi við gerum þetta og slúttum þessum vetri með pompi og prakt.
Síðasta slútt var haldið á Café Riis 25 maí. 08. og var það í Pakkhúsinu.
Ekkert hefur enn verið planað, og það væri mjög gott ef einhverjir myndu nú bjóða sig fram í skemmtinefndina og hjálpa mér við að gera þetta. Síðast var það ég og Nonni sem klöppuðum þetta saman.
Það er þó tvennt sem verður eins, það verður Matur og Verðlaunaafhending. Líkt og síðast verða veitt verðlaunin. KODAK-Maður vetrarins 08/09 , Flottustu tilþryf vetrarsins 08/09 og svo nýr Stökkkóngur krýndur. Þannig að það er ekki seinna vænna en að taka á dótinu og vera með cameruna með.
Komiði með uppástungu hvaða helgi hentar best........
14.03.2009 23:12
!!!!!!!!
Eddi að æfa flugtak við skeiði.
Kastiði inn myndum af ferðum og leik strákar ef þið hafið þær.
Þessar myndir teknar hjá Trölla KODAK-manni ársins 07/08 Nonna á Berginu.
fleiri hér --------------->http://nonni.123.is/album/default.aspx?aid=139231
13.03.2009 15:52
Sorg
Ég var að skoða 2010 módelin af Arctic Cat og ég var fyrir vonbrigðum með þá vini mína í Arctic Cat.
Arctic Catinn (þá M týpurnar og Crossfire-inn) eru orðnir þónokkuð svipaðir Pollanum fyrir aftan tankinn.
Það eru kannski einhverjr ánægðir með það en ég er hellvíti ánægður með hnakkinn á gömlu týpunni (Mitt mat). Annað sem er svo svipað á nýja M sleðunum eins og á Pollanum er að aftasta hjólið í búkkanum hefur verið fært inn, eins og á Dragoninum.
Sjáiði....
Soldið svipað..
Jæja ég er samt sáttur meðan mínir menn koma ekki með svona útfærslur. : )
09.03.2009 21:19
Góuhelgin
Myndavélinn var orðin rafmagnslaus og skyggnið var ekki gott, en það voru teknar myndir með síma og set ég þær inn
Jú Veigar og Kitti fóru svo daginn eftir s.s á sunnudeginum í kolbrjáluðu veðri og náðu í sleðann.
Það eru nokkrar myndir komnar inn og von er á fleiri (þá góðum) myndum frá Veigari
05.03.2009 19:48
BARA Ding BARA Bling og svo Standann
Nýjar Myndir


04.03.2009 02:15
Snjórinn
Ég tók einn rúnt um bæinn áðan þegar það var verið að moka og tók þessar myndir á símann bara fyrir strákana okkar í Reykjavík til að sjá snjóalög
03.03.2009 18:06
Frábært veður
s.s Dagskráin um helgina er. Sleðast allan laugardagin og fara svo á Góuna Hætta snemma að drekka og fara eldsnemma á sunnudagin aftur á sleða
01.03.2009 16:33
Snildin ein
ÞAÐ ER LJÓST AÐ ÞEIR SEM EKKI KOMU
VERÐA BARA AÐ SJÁ Á MYNDUM HVAÐ ÞAÐ VAR GAMAN HJÁ OKKUR.
22.02.2009 21:58
Polaris ferðin í ljósufjöll
ENDILEGA AÐ MÆTA SEM FLESTIR
HVERNIG VÆRI AÐ ALLIR SEM ÆTLA AÐ KOMA AÐ KOMMENTA MEÐ NAFNI
BARA TIL AÐ VIÐ SJÁUM HVAÐ ÞAÐ VERÐA MÖRG TRÖLL SEM MÆTA
19.02.2009 19:41
Video
Það er komið inn nýtt Video. Smá klippa af ferðum okkar á þessu ári.
Það er ekki hægt að setja þetta á Forsíðuna þannig að það verður að horfa á það inná "VIDEO".
10.02.2009 17:38
Skyttan er mætt
Skyttan er mætt, eða The Shooter is back, eða das gewehrschútze ist vorliegen
Þetta var okkur Óla sagt þegar við vorum að leggja af stað í ferð okkar þriggja Norður.
Elli labbaði upp að mér uppá Grímnum og sagði mér "Das gewehrschútze ist vorliegen".
Þvílíkur urrandi talsmáti, ég hef bara aldrei heyrt annað eins. Ég þorði ekki annað en að loka glerinu á hjálmi mínum og botna í burtu. Það hafði enga þýðingu því Skyttan er nýkominn úr langri legu (þ.e.a.s. Kötturinn hefur verið að stríða honum). En eins og ég sagði var ég á 100+ þegar Skyttan brunaði fram úr mér. Vegna þrjósku reyndi ég að elta en það gekk ekki því hann var of graður á gjöfinni, og eftir 4 og 1/2 tíma rall lenti ég í því að sleðinn var farin að segja STOPP (Þótt ég átti nóg eftir, en tölum um það seinna) demparinn á Kettinum mínum gafst upp og ég varð að játa mig sigraðan.
Ég dró því skottið á milli lappanna og skundaði heim. Þegar heim var komið fletti ég því sem Elli hafði fyrr um daginn sagt mér og það var þetta.
Riffilskyttan er mætt.
Fokk.

Myndir inní Albúmi