Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1392
Gestir í gær: 313
Samtals flettingar: 63113
Samtals gestir: 7073
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:56:06
clockhere

Tenglar

07.02.2009 09:32

Norðurfjörður

Það var farin fín ferð Föstudaginn 6 feb.

Við (Aggi,Elli,Óli) fórum þann 6 í flotta ferð Norður. Það voru keyrðir 354 km þann dag. Flott ferð þar sem flottar myndir voru teknar. En vegna Tölvuvesens ( s.s Talvan í fokki ) koma myndir ekki fyrr en á eftir.

p.s Það er flottur snjór alls staðar og nóg af púðri alla leið.

30.01.2009 19:12

Púður,Púður,Púður----------------Púður,Púður,Púður



Við Murphy (Eddi) fórum í dag uppá Gríminn, því að okkur læddist sá grunur að þar væri að finna púður, eftir miklar vangaveltur um hvernig við ættum að komast uppeftir þá komumst við að niðurstöðu. Jú Eddi vildi fara með sjó, en ég vildi fara með landi, að lokum varð mín hugmynd ofar Edda.
En þar sem það var komið á hreint þá var kastað uppá hlutverk í þessum svaka leiðangri. Ég fékk það hlutverk að fylgjast með úrkomu og Murphy að festa á filmu.
(bara til að sanna að við hefðum komist fyrstir þennan dag uppá Gríminn). Hér eftir skulum við kalla mig (Aggi) úrkomumaður M og Edda (AKA Murphy) myndatökumaður M.

Eins og flestir leiðangrar hjá okkur myndatökumanni M þá byrjar hann á heitri bjúgu í Verslunarskiptafélaginu sem þið þekkið betur sem "Sjoppan". Og var bjúgunni skolað niður með köldu sykurvatni, en rétt áður en ég var búin með síðasta bjúgubitann brunaði myndatökumaður M framhjá "Sjoppunni" líkt og hann væri að reyna komast undan mér uppá Gríminn.
Án þess að hugsa kastaði ég afgangnum af bjúgunni í vasan og hljóp uppí vagn og barði hestana af stað, Þvílíkt og annað eins, lætin í nýja vagninum hans
myndatökumanns M voru svakaleg.
(Nýji vagninn er hálf yfirbyggð einssleða kerra sem er að hluta til klædd og gengur undir nafninu "líkvagninn")
Þessi kyngimagnaði eltingarleikur gekk áfram þangað til við vorum komnir upp að Hólum en þá mættum við einum illræmdasta götuskrapara sunnan Hornbjargs (Hinn Illræmdi Götuskrapari er Þórður "Ninni")
Við það þyrlaðist snjóryk í augun á hrossunum hans M.M (Hrossin hans heita Polli og Dragó) eitthvað klikkaði við það því hægðist verulega á þeim. Jú mínir folar voru farnir að slaka á því einir 15.000 metrar að baki. En þá mundi ég skyndilega eftir bjúgubitanum í vasanum mínum, ég dróg hann upp og skipti á milli folana minna ( þeim Arctic´s og Cat´s). Eftir það fengu þeir þetta þvílíka orkuskot og þeyttist ég fram hjá hóstandi hrossunum hans M.M

En ekki dugði það forskot lengi því þegar einungis voru einir 37,4 metrar uppá topp á Grím snarneituðu folarnir mínir að fara lengra enda höfðu ekki fengið sinn lögbundna kaffitíma.
Ég gat bara ekki gefist upp svo auðveldlega, ég hoppaði því úr vagninum og tók til fótanna, en ég var ekki búin að taka nema 7 skref þegar M.M og líkvagninn skutust fram hjá mér, en eitthvað var M.M orðin æstur því hraðinn var það mikill að beislið af líkvagninum slitnaði frá Pollanum og Dragóinum.
Ekki er að spyrja, því M.M svoleiðis kastaðist úr líkvagninum og lenti á mér. Næsta sem ég man var þegar ég lyfti hausnum uppúr snjónum og sá þar M.M liggja mér við hlið rænulausan. Ég hrissti M.M og í sameiningu ákváðum við að við skyldum labba þessa 3 metra saman uppá topp.
Þegar við komum á toppinn sáum við það sem okkur hefði aldrei grunað. Einhver hefði verið undan okkur því þar uppfrá var þegar (Sjálfrennireið) með kerru aftaní.

Hellvítis Fokking Fokk.

Nei oki við fórum og það var þvílíkt púður uppá heiði. 30 cm púður yfir öllu og Norðdalurinn er orðin alveg klár. Þvílíkt færi

p.s Í öllum æsingnum gleymdi M.M því að myndavélin hans var nærri rafmagnslaus og því voru ekki teknar eins margar myndir og við hefðum viljað en einhverjar þó og koma þær inn á eftir.

Úrkomumaður M.


30.01.2009 17:46

POLARIS FERÐ NR:2

Önnur sleðaferð Stormsveitarinnar

- Strandir og Drangajökull 2-5. apríl 2009-

Farið verður á fimmtudagskvöldi 2. apríl og gist rétt hjá Hólmavík. Snemma á föstudagsmorgni er svo keyrt uppá Steingrímsfjarðarheiði, og þar er tekið af. Svo er farið um svæðið með heimamönnum sem leiða túrinn og endað um kvöldið í Reykjafirði þar sem gist verður og baðað. Á laugardeginum er svo aftur farið í leiðangur með heimamönnunum og verður veðrið látið ráða för. Komið er til baka í kvöldmat og bað í Reykjafirði og aftur gist þar í skála í svefnpokaplássi. Á sunnudeginum er haldið til baka í bílana.

Eldunaraðstaða er á staðnum og sundlaug. Verð á gistingu er 2000.- kr. Per mann á nótt. Grillmáltíð á laugardagskvöldið verður sameiginleg og kostar hún 3000.- kr á mann. Hver og einn verður að sjá sjálfur um restina af sínum mat og allt bensín. Og verður hver sleði að hafa fullan tank + 100 lítra auka. Menn verða svo að sameinast um að koma aukabensíninu á staðinn.

Sundlaugin í Reykjafirði

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst. Sendið skráningu á gunnar@stormur.is Takið fram nafn, fjölda og símanúmer. Fjöldi þáttakenda verður takmarkaður.

Athugið að þessi ferð er ekki fyrir óvana sleðamenn.

StormSveitin.

23.01.2009 20:34

POLARIS FERÐIN


Storm sveitin fer á stað

 

Ljósufjöll á Snæfelssnesi. Helgina 27.feb-1. mars 2009.

 

Gist verður í félagsheimilinu Skjöldur. Sem er rétt fyrir utan Stykkishólm. Ca 7km.

Mæting þar á föstudagskvöldi.

Ef snjóalög leifa þá er hægt að taka sleðana af, þar á planinu. Annars er ca 10mín akstur á bíl frá Skyldi uppí Kerlingarskarð.

Farið verður um svæðið á laugardag og sunnudag, undir tryggri leiðsögn heima manna sem gjör þekkja hverja þúfu og geta sagt okkur sögur af tröllum og álfum sem þar búa.

Hver og einn sér um sinn kost, matur, drykkur og bensín. En það verður grill á staðnum sem við kveikjum upp í á laugardagskvöldið.

 Verð á gistingu er 1000kr nóttin á mannin Eldunaraaðstaða er á staðnum



Vinsamlegast skráið ykkur, sem fyrst. Sendið skráningu á email gunnar@stormur.is

Takið fram fjölda og símanúmer. Fjöldi þáttakenda verður takmarkaður.

Storm Sveitin.



21.01.2009 00:24

Trékyllisheiði



Við (Aggi) og Eddi fórum uppá Trékyllisheiði til að kanna færi. Reyndar ætluðum við uppá Háafell en það gerði skafrenning á leiðinni þangað. Þannig að við snérum við uppá Skýli og fórum niður í Sunndal.
Setti inn nokkrar myndir fyrir þá sem vilja sjá færið þarna uppfrá. Einnig setti ég inn nýtt myndband frá því þegar við vorum að leika okkur fyrir ofan Hólmavík. Kíkið á þetta....


18.01.2009 01:05

Kálfanesið tætt




1 af mörgum kostum við það að búa út á landi eins og á Hólmavík er það að maður getur sett sleðan í gang í innkeyrslunni keyrt uppí Sjoppu tekið benzol og svo 2 mínótum síðar kominn í Púður. Já ágætu gestir mínir. Þannig er það á Hólmavík. Við Aggi, Eddi ,Ingólfur, Örvar hittumst uppí sjoppu og fórum að leika okkur uppá Kálfanesi og fyrir ofan Þiðriksvallardal. Ekkert alltof mikill snjór en við fórum á alveg frábæra staði.
Í flestum lautum og skörðum þarna uppfrá er algjör púðurkista. Flottir pallar og alveg frábært veður. Sól og klikk.
Alveg frábær dagur þar sem við sáum ýmis flott tilþryf, t.d Eddi fór yfir sig i hengju (s.s prjónaði yfir sig, og mátti taka á öllu sínu til að forða sér undan Dragoninum á leið niður)
Örvar og spússan hans (F7-an) tóku helllllvíti flotta byltu. Alveg fullkomna skrúfu með flikkflakk í endan.

En eini ókosturinn við þetta er sá að það vantaði myndavélina. En ég var með Gemsan og það eru nú ágæt Video úr honum.

En þar kem ég að ókostinum við að vera á Hólmavík, Jú ég er á Hólmavík, en í Reykjavík og í hinni tölvunni er forritið mitt, sem virkar með símanum.
Ég hef reynt að redda þessu en það kemur alltaf eitthvað hellvítis fokking fokk. Þannig að Videoin verða að bíða. (Trúið mér þau eru þess virði)




Það er komið inn eitt video af Örvari. Er enn að vinna í hinum
.

13.01.2009 20:52

Fín ferð.....

Þetta var fín ferð sem við fórum.Við  Aggi,Atli,Eddi,Elli,Kitti,Óli  fórum í flotta ferð uppá Drangajökul og niður í Reykjafjörð. Það var lagt af stað uppá heiði milli 10 og 11 og brunað strax af stað uppá Jökul. Á Jöklinum var þvílíkt púður og alveg frábært færi. Í kringum Hrollleifsborg voru alveg klikkaðir pallar og púður hryggir. s.s mjög skemtilegur dagur.


Skyttan kannski á sjúkralista. Slæmur að aftan.
Og já það eru komnar inn myndir. Set seinna myndböndin......

12.01.2009 19:39

Drangajökull

Jæja þá ætlum við að fara á Jökulinn á morgun.
við Aggi,Elli,Kitti,Óli ætlum að kíkja á Jökulinn á morgun. Það verður farið af stað uppá heiði um 10:00
Þeim sem langar að koma með skulu hafa samband eða bara að mæta.

07.01.2009 22:54

Held að það sé að koma

Þetta lítur vel út miðað við spá...



Er lægst er á lofti sólin,

þá loksins kemur snjórinn.

við horfum í frið og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Þá gleðst allur Tröllakórinn,

er kemur sleðasnjórinn.

Og tækin fá aldrei nóg,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Það er Trölla besta stundin,

þegar snjóar grimmt á grímnum.

Uppá jökli fæðist hratt,

feikna stökkpall með pompi og prakt.

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Eftir ferð við leggjumst í bjórinn,

því bráðum komumst við í snjóinn.

í sælu við krúsum um

Þar til klárast úr brúsunum

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.






04.01.2009 10:47

Titill eða ekki Titill

Jæja þá er komin 4 janúar og þetta byrjar ekki alveg nógu vel.

Ég vil byrja á því að láta óánægju mína í ljós. Já mér finnst það alveg fyrir neðan allar hellur hvernig veðrið hefur verið, þetta er algjört bull, algjör hneysa, algjört virðingarleysi fyrir þennan klúbb hvernig það er verið að svíkja okkur. Ég meina það er Janúar, þá á allt að vera á kafi í snjó, núna ætti ég að vera moka mig út úr húsi og reyna finna sleðan minn. Í staðin þarf ég að fara þrífa drullu  af skítugum bílnum mínum. Þetta er algjört rugl og vil ég að sá sem ber ábyrgð gefi sig fram í það snarasta, og ef hann gerir það ekki vil lég að við flykkjumst suður í Hafnafjörð og höfum allaveganaa uppá Sigga Stormi.

En svo er það annað að þegar menn eru að fara uppá heiði eiga menn að láta aðra vita, allavegana vaknaði ég upp við það að einhver Toyota pallbíll með viper rendur keyrði í burtu með sleða á kerru. Ekki veit ég hvort menn eru að reyna ná einhverju forskoti á okkur hina. Eða bara nenna ekki að krúsa með okkur. Nei varla.

Og þriðja, reynum nú að vera jákvæð/ir, ég meina það er allavegana ekki bensínskortur, og Golli er ekki enn búinn að keyra á neitt, þetta er nóg að mínu mati til að brosa allavegana út í annað.



Mynd tekin laugardagin 4 jan. Sjá meira í albúmi!!!

01.01.2009 00:29

Ótitlað

Strandatröllin óska öllum gleðilegs árs og þakka það gamla

31.12.2008 17:45

Nýjar myndir

Var að skella inn nokkrum myndum frá deginum

26.12.2008 19:51

Polaris fuison 900 prufu túr

Fórum að prufa fuisoin hans ingólfs
komnar inn nokrar myndir (Nesið)






Fórum 6 uppá Steingrím þann 27 des. Aggi,Golli,Siggi,Örvar,Nonni á berginu, og svo kom Viddi. Kíkið á Nonnan til að sjá myndir : http://album.123.is/?aid=129295


Mynd tekin af Nonnanum







24.12.2008 14:59

Ótitlað






Gleðileg Jól félagar

sjáumst hress/ir milli jóla og nýárs

emoticon

20.12.2008 17:50

20 des

Það snjóar og snjóar og snjóar og snjóar. Og við verðum að fara á morgun. Ég ætlaði nú að fara í dag en skyggnið var ekki nógu gott.

Menn verða vera í sambandi á morgun þegar þeir vilja fara þannig að við förum nú saman.

Ég sit hér hliðiná S,R og hann segir mér að það sé komið 3,1/2 metra púður uppá heiði. Sem er nokkuð gott.

Hann vill birta hér smá pistil fyrir ykkur.

Nú er komin sá tíma að við Tröllin förum að fara á stjá og þá er um að gera að hafa Öryggið á oddinum. Já krakkar mínir. Þegar ég tala um Öryggið þá er ég að tala um þegar við köstum okkur niður á Café Riis og fáum okkur nokkrar kollur, að þá er um að gera að koma kannski við uppí Heilsugæslu eða í sjoppunni og kaupa gúmmíverjur.
En síðan ágætu vinir mínir stofnuðu þessa síðu hefur margt skeð. Jú sumt af hinu góðu en annað ekki svo gott. Það góða er kannski þessi yndislegi félagsskapur sem ég er svo stoltur af getað keyrt með uppá fjöllum, en hið slæma er kannski það að maður kemst ekki út úr húsi nema þurfa gefa eiginhandaáritun eða þá að fara út að skemmta sér, þá láta konur mann bara ekki í friði. Og þá er ég komin aftur af Örygginu. Já strákar  notiði  Brynju,Ýlu,og Gúmmíverjur á fjöllum sem á Riis

Kveðja Sérlegi Sleðaráðgjafin.


Hér með kasta ég pennanum til  Veigars ..
Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1392
Gestir í gær: 313
Samtals flettingar: 63113
Samtals gestir: 7073
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:56:06
eXTReMe Tracker